- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron er í hópnum en enginn frá íslenskum félagsliðum

Aron Pálmarsson og leikmenn íslenska landsliðsins mæta Ungverjum, Portúgal og Hollandi í á EM 2022. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið í handknattleik karla sem leikur við landslið Ísraels í undankeppni EM í Tel-Aviv 11. mars. Aron tók ekki þátt í HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla.

Óskar Ólafsson leikmaður Drammen er einnig í 16-manna hópi sem Guðmundur Þórður Guðmundsson valdi til þess að taka þátt í leiknum.

Enginn í hópnum að þessu sinni leikur með íslenskum félagsliðum. Ástæðan er sú að vegna sóttkvíar við komu til landsins væri þörf á að raska þröngri dagskrá Íslandsmótsins ef leikmenn frá íslenskum félagsliðum væru í landsliðsliðinu sem fer til Ísraels.

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (38/1)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (22/1)
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo (79/219)
Oddur Gretarsson, Balingen-Weistetten (26/36)
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Barcelona (149/579)
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad (131/258)
Óskar Ólafsson, Drammen (0/0)
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson, Skjern (43/111)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51)
Hægri skytta:
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (53/139)
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (18/44)
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC (120/341)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (36/73)
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (60/75)
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (50/23)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -