- Auglýsing -

Aron er mættur og Aalborg áfram á toppnum

Nikolaj Christensen leikmaður Aalborg fagnar í leiknum við Elverum í kvöld. Mynd/EPA

Aron Pálmarsson mætti til leiks á ný með Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold í kvöld og var í sigurliðinu þegar Aalborg vann Noregsmeistara Elverum örugglega á heimavelli, 32:27. Aalborg heldur þar með efsta sæti A-riðils, er stigi á undan THW Kiel, sem vann Montpellier, 35:26, í Kiel.


Aron skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld sem var hans fyrsti kappleikur í ríflega einn mánuð. Arnór Atlason var að vanda við hliðarlínuna en hann er aðstoðarþjálfari Danmerkurmeistaranna.


Orri Freyr Þorkelsson lék með Elverum að vanda en skoraði ekki mark. Aron Dagur Pálsson var utan liðs að þessu sinni.


Ólafur Andrés Guðmundsson kom inn í lið Montpellier sem tapaði öðrum leik sínum í röð í Meistaradeildinni í kvöld. Liðið er þar með fallið niður í þriðja sæti í A-riðli eftir að hafa verið efst um tíma. Ólafur skoraði ekki mark í leiknum í kvöld.

Igor Karacic leikmaður Vive Kielce sækir að vörn HC Motor í kvöld. Mynd/EPA


Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk fyrir Vive Kielce sem vann úkraínsku meistarana HC Motor, 33:27, í Póllandi í B-riðli. Sigvaldi Björn Guðjónsson er enn frá keppni vegna meiðsla.


Roland Eradze er aðstoðarþjálfari HC Motor en hann starfar við hlið aðalþjálfarans Savukynas Gintaras sem lengi lék og þjálfaði hér á landi.


Staðan í A- og B-riðlum Meistaradeildar Evrópu:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -