- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron mætir PSG í undanúrslitum

Aron Pálmarsson. Mynd/Barcelona
- Auglýsing -

Rétt í þessu var dregið til undanúrslita í Meistaradeild karla vegna keppninnar leiktímabilið 2019/2020 sem átti að ljúka í vor en var frestað vegna kórónuveirufaraldurinsins. Nú stendur til að ljúka keppninni á milli jóla og nýárs, 28. og 29. desember í Lanxess-Arena í Köln.

Aron Pálmarsson og samherjar í spænska meistaraliðinu drógust gegn franska meistaraliðinu PSG. Í hinni viðureigninni leiða þýsku meistararnir í Kiel og ungverska meistaraliðið Veszprém. Undanúrslitaleikirnir verða mánudaginn 28. desember og úrslitaleikurinn og viðureignin um bronsverðalunin daginn eftir. Leiktímar hafa ekki verið ákveðnir ennþá.

  • Barcelona hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en nokkur annað lið, níu sinnum. Síðasta vorið 2015 en þá lék Guðjón Valur Sigurðsson með Barcelona.
  • THW Kiel hefur unnið Meistaradeild Evrópu þrisvar sinnum. Síðast vorið 2012. Þá var Alfreð Gíslason þjálfari liðsins og Aron Pálmarsson einn leikmanna.
  • PSG og Veszprém hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu. Veszprém hefur fjórum sinnum leikið til úrslita en alltaf tapað, síðast vorið 2019. PSG lék til úrslita vorið 2017 en tapaði.
  • Vardar Skopje vann Meistaradeild Evrópu 2019.

Óvíst er hvort áhorfendur verða á leikjunum en sem stendur mega áhorfendur ekki vera á handboltaleikjum í Þýskalandi.

Ef einhverjir Íslendingar eiga miða á viðburðinn sem fram átti að fara fram í vor og hafa ekki fengið miðana endurgreidda þá eru upplýsingar um innköllun miða og endurgreiðslu að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -