- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron mættur til Tókýó – sigur í síðasta leiknum fyrir ÓL

Aron Kristjánsson stýrir landsliði Barein á Ólympíuleikunum sem fram fara í Japan. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein unnu Argentínu, 32:27, í æfingaleik í Tókýó í morgun eftir að hafa verið yfir, 14:13, að loknum fyrri hálfleik. Þetta var síðasti leikur beggja liða áður en handknattleikskeppni Ólympíuleikanna hefst á laugardaginn. Barein mætir silfurliði síðasta heimsmeistaramóts, Svíþjóð, í fyrstu umferð riðlakeppninnar.


Einnig leikur landslið Barein við lið Portúgals, Japans, Danmerkur og Eyptalands en leikið verður annan hvern dag frá 24. júlí.

Aron sagði við handbolta.is í morgun að landslið Barein hafi komið til Tókýó á laugardaginn og það hafi farið rakleitt inn í Ólympíuþorpið. Mjög strangar reglur gilda innan þorpsins sem utan vegna kórónuveirunnar. Aron sagði t.d. hefði lið hans ekki fengið heimild til þess að fara út úr þorpinu í gær til þess að æfa. Annað hafi verið upp á teningnum í dag þegar leikurinn við Argentínu fór fram.


Undirbúningurinn fyrir leikana hefur gengið vel en Aron fór rakleitt til Barein eftir að úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn lauk að kveldi 18. júní.


„Það vantar einn línumann í liðið sem er meiddur í öxl. Hann náði ekki að vera klár áður en við fórum af stað. Einnig vantar ungan annan markmann,“ sagði Aron spurður hvort hann væri mættur með sína sterkustu sveit til leiks í Tókýó.


Barein tekur nú þátt í handknattleikskeppni Ólympíuleika í fyrsta sinn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -