- Auglýsing -
Aron Pálmarsson og Arnór Atlason urðu í dag danskir bikarmeistarar í handknattleik með Aalborg Håndbold. Álaborgarliðið lagði GOG, 30:27, í úrslitaleik eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:16.
Aron skoraði sjö mörk í 11 skotum fyrir Aalborg. Arnór er aðstoðarþjálfari dönsku meistaranna.
Staðan var jöfn, 25:25, þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka. Aron skoraði þrjú af síðustu fimm mörkum Álaborgarliðsins.
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í marki GOG framan af og í lokin. Hann varði fimm skot, 20%. Viktor Gísli var maður leiksins í gær þegar GOG vann Bjerringbro/Silkeborg í undanúrslitum, 35:26.
Þetta er annar bikarinn sem Aron vinnur með Aalborg. Í upphafi tímabilsins vann Aalborg meistarakeppnina.
- Auglýsing -