- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og Bareinar unnu silfur á Asíuleikunum

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Barein. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Kristjánsson og liðsmenn landsliðs Barein hrepptu silfurverðlaun í handknattleikskeppni karla á Asíuleikunum í Hangzhou í austurhluta Kína. Barein tapaði fyrir Katar, 32:25, í úrslitaleik sem lauk í hádeginu að íslenskum tíma. Í morgun hafnaði japanska landsliðið, undir stjórn Dag Sigurðssonar, í fjórða sæti eftir naumt tap fyrir Kúveit, 31:30, í viðureign um bronsverðlaun.


Bareinar og Katarar hafa mæst í nokkrum úrslitaleikjum í Asíumótum á síðustu árum. Katarar hafa yfirleitt haft betur. Sú varð einnig raunin að þessu sinni þótt Barein hafi verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12. Katarar náðu yfirhöndinni snemma í síðari hálfleik og gáfu ekkert eftir.

Ekkert frí framundan

Þrátt fyrir að Asíuleikunum sé lokið eru íslensku þjálfararnir ekki komnir í frí. Framundan er forkeppni fyrir Ólympíuleikana. Hún hefst 18. október í Doha í Katar. Þar mætir Erlingur Richardsson einnig til leiks með landslið Sádi Araba sem heltist úr lestinni eftir riðlakeppni Asíuleikanna.

Forkeppnin stendur yfir til 28. október og tryggir sigurliðið sér sæti í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Auk þess kemst a.m.k. eitt lið til viðbótar í forkeppni sem haldið verður í Evrópu í mars.

Stórsigur Japans

Í handknattleikskeppni kvenna á Asíuleiknum vann japanska landsliðið Suður Kóreu, 29:19, í úrslitaleik í morgun. Með sigrinum hefndi japanska landsliðið fyrir tapið í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fór í síðasta mánuði í Hírosíma.
Kínverjar unnu Kasaka í leiknum um bronsverðlaunin, 39:26.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -