- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og Dagur eru komnir með sín lið inn á HM 2025

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Barein. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Barein, Japan, Katar og Kúveit eru komin í undanúrslit á Asíumótinu í handknattleik karla sem stendur yfir í Barein þessa dagana. Um leið hafa liðin fjögur tryggt sér farseðilinn á heimsmeistaramótið sem fram fer í Danmörku, Noregi og í Króatíu eftir ár. Aron Kristjánsson er þjálfari landsliðs Barein og Dagur Sigurðsson stýrir japanska landsliðinu.

Íslendingaslagur í undanúrslitum

Barein vann Suður Kóreu í dag, 33:29, í þriðju umferð átta liða úrslita sem leikin er í tveimur riðlum. Japan og Katar skildu jöfn, 28:28, en liðin er jöfn að stigum í riðli eitt í átta liða úrslitum. Íran og Sameinuðu arabísku furstadæmin sitja eftir.

Dagur Sigurðsson þjálfari japanska karlalandsliðsins hvetur sína menn til dáða. Mynd/EPA

Barein hreppti efsta sæti riðils tvö í átta liða úrslitum og leikur við japanska landsliðið í undanúrslitum. Katar og Kúveit eigast við í hinni viðureign undanúrslita.

Erlingur leikur um 9. sætið

Ekki gekk eins vel á mótinu hjá Erlingi Richardssyni og leikmönnum landsliðs Sádi Arabíu. Þeir komust ekki í átta liða úrslit mótsins. Engu að síður hafa þeir reynt að gera gott úr öllu saman og unnið þrjár viðureignir í keppni liðanna í neðri hlutanum. Sádar leika við Kína um 9. sætið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -