- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og Dagur mæta heimsmeisturunum – Alfreð í erfiðari riðlinum

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari þýska karlalandsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska karlalandsliðinu í handknattleik drógust í erfiðari riðilinn í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna þegar dregið var í morgun. Þjóðverjar verða með Noregi, Frakklandi, Spáni og Suður-Ameríkuliðunum tveimur, Argentínu og Brasilíu.

Aron Kristjánsson stýrir landsliði Barein á Ólympíuleikunum sem fram fara í Japan í lok júlí og í byrjun ágúst. Mynd/EPA


Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, og Dagur Sigurðsson, þjálfari Japans, verða í riðli með Norðurlandaþjóðunum, Dönum og Svíum auk Portúgals og Egyptalands. Danir eru heims-, og ólympíumeistarar. Svíar hlutu silfur á HM í Egyptalandi í janúar.

Dagur Sigurðsson verður við stjórnvölin hjá japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar. Mynd/EPA


Danir eru þegar farnir að tala um að þeir hafi hafnað í draumariðli á leikunum en þeir eiga titil að verja frá Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði landsliði þeirra til sigurs í fyrsta sinn í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikum.


Eftirfarandi lið drógust saman, röð þjóðanna fer eftir styrkleikaflokkum, þ.e. Norðmenn og Danir voru í efsta styrkleikaflokki og svo framvegis.


A-riðill: Noregur, Frakkland, Þýskaland, Brasilía, Spánn, Agentína.
B-riðill: Danmörk, Svíþjóð, Portúgal, Japan, Egyptaland, Barein.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -