- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og félagar komnir langleiðina í undanúrslit

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru ósigrandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson og samherjar í spænska stórliðinu Barcelona standa vel að vígi eftir fjögurra marka sigur, 33:29, á Meshkov Brest í kvöld í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Leikið var í Brest í Hvíta-Rússlandi. Síðari leikurinn fer fram í Barcelona á fimmtudaginn í næstu viku.


Þetta var sautjándi leikur Barcelona í Meistaradeildinni á leiktíðinni 2020/2021 og hefur liðið unnið þá alla.

Barcelona byrjaði leikinn betur í Brest í kvöld en heimamenn voru aldrei langt undan. Aðeins var eins marks munur í hálfleik, 17:16. Skömmu fyrir leikslok var munurinn ennþá eitt mark, 29:28. Aron og félagar áttu fjögur af síðustu fimm mörkunum.


Aron skoraði fimm mörk að þessu sinni en átti hvorki fleiri né færri en 14 stoðsendingar.

Dika Mem fór á kostum og skoraði 10 mörk í 12 skotum. Aleik Gómez skoraði sex mörk. Eins og oft áður þá var Mikita Vailupau markahæstur hjá Meshkov Brest. Hann skoraði 11 mörk í jafnmörgum tilraunum. Andrei Jurinok var næstur með fjögur mörk.


Síðar í kvöld mætast Kiel og PSG í síðari leik dagsins í átta liða úrslitum keppninnar. Norðmaðurinn Sander Sagosen verður ekki með Kiel í leiknum vegna meiðsla.


Á morgun verða síðari leikir átta liða úrslitanna. Þá eigast við Aalborg og Flensburg annars vegar og Nantes og Veszprém hinsvegar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -