- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og félagar léku á als oddi

Tomasz Gebala t.v, reynr að stöðva Josef Pujol leikmann Elverum ásamt Artsem Karalek samherja sínum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson og samherjar í Barcelona sýndu nokkrar af sínum bestu hliðum í gærkvöld þegar þeir unnu sinn þriðja leik í Meistaradeild Evrópu í handknattleik, 35:27, í heimsókn sinni til Nantes í Frakklandi.

Barcelona var þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15, og braut leikmenn Nantes jafnt og þétt á bak aftur í síðari hálfleik. Aron Pálmarsson lék afar vel. Hann skoraði sex mörk í sjö skotum og átti fjölda stoðsendinga á samherja sína. Frakkinn Dika Mem var með sjö mörk og landi hans Ludovic Fabregas var næstur með fjögur mörk í liði Barcelona.

Slóveninn Ruk Ovnicek skoraði fimm mörk fyrir Nantes eins og Dragan Pechmalbeck. Kiril Lazarov og Valero Rivera skoruðu fjögur mörk hvor.

Kiel vann Celje, en liðin eru einnig í B-riðli eins og Nantes og Barcelona. Eftir tap í síðustu viku þá risu leikmenn Kiel upp á afturlappirnar í Celje í Slóveníu í gærkvöld og unnu með 12 marka mun, 35:24. Niklas Pekeler skoraði sex mörk fyrir Kiel og Niklas Ekberg fimm. Ungur piltur. Kristjan Horzen skoraði fimm fyrir Celje og var markahæstur leikmanna liðsins.

Eftir þrjár umferðir í B-riðli eru Barcelona, Veszprém og Aalborg með sex stig hvert. Kiel 4 stig, Nantes 2, Motor, Celje og Zagreb eru án stiga.

Haukur meiddist í Elverum

Í A-riðli vann pólska liðið Kielce, með þá Hauk Þrastarson og Sigvalda Björn Guðjónsson innanborðs, níu marka sigur á Elverum, fyrrverandi liðið Sigvalda Björns, 31:22, í Elverum. Haukur og Sigvaldi skoruðu sitt markið hvor og var þetta fyrsta mark Hauks á ferlinum í Meistaradeild Evrópu. Hann meiddist í leiknum og lítur úr fyrir að þau séu alvarleg eins og kom fram í frétt á handbolti.is á síðunni í gærkvöld.

Kielce var með yfirburði í leiknum og var sjö mörkum yfir í hálfleik, 18:11.

Nicolas Tournat skoraði fimm mörk fyrir Kielce og var þeirra markahæstur. Daniel Dujshebaev var næstur með fjögur mörk.

Michael Pujol var markahæstur hjá Elverum með fimm mörk eins og Dominik Mate. Franska stórstjarnan Luc Abalo skoraði þrjú mörk.

Flensburg er efst í A-riðli með sex stig eftir þrjá leiki. Kielce og Brest hafa fjögur stig hvort og Elverum er með tvö stig eins og Porto en sem hefur lokið þremur leikjum en Elverum tveimur. PSG, Vardar og Pick Szeged eru án stiga en vegna kórónuveirunnar hafa ekki öll lið þessa riðils náð að fara í gegnum þrjár umferðir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -