- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og Sveinn hrósuðu sigrum

Aron Dagur Pálsson er kominn til Noregsmeistara Elverum. Mynd/Alingsås
- Auglýsing -

Aron Dagur Pálsson hrósaði sigur í uppgjöri Íslendingaliðanna Alingsås og Guif í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 29:21. Leikið var á heimavelli Alingsås sem færðist upp að hlið Skövde í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með 19 stig að loknum 14 leikjum.
Alingsås lagði grunn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði 16 mörk gegn aðeins sjö liðsmanna Guif.

Aron Dagur skoraði 2 mörk í sjö skotum og átti fjórar stoðsendingar.
Daníel Freyr Andrésson varði 7 skot í marki Guif, þar af eitt vítakast, 28% hlutfallsmarkvarsla.

Staðan í sænsku úrvalsdeildinni:
Ystads IF 21(14), Malmö 20(13), Skövde 19(14), Alingsås 19(14), Kristianstad 16(12), Lugi 16(14), Sävehof 15(12), IFK Ystads 13(14), Hallby 10(14), Önnereds 10(14), Aranäs 10(14), Guif 10(14), Redbergslid 9(14), Helsingborg 8(14), Varberg 8(13).

Sveinn Jóhannsson í leik með SönderjyskE í haust. Mynd/SönderjyskE

Fjögurra marka sigur á Ringsted

Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark þegar SönderjyskE vann góðan sigur á Ringsted á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, 33:29. Sveinn og félagar voru marki yfir í hálfleik, 16:15. Sönderjyske hefur verið á góðri siglingu síðustu vikur eftir nokkra lægð undir lok haustsins.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
Aalborg 23(14), GOG 22(12), Holstebro 20(14), Bjerringbro/Silkeborg 19(14), Skjern 17(15), SönderjyskE 17(15), Kolding 15(15), Fredericia 14(14), Skanderborg 14(15), Mors Thy 13(14), Århus 12(15), Ribe-Esbjerg 9(15), Ringsted 3(14), Lemvig 2(14).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -