- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ásbjörn tekur slaginn næsta árið með Íslandsmeisturunum

Sigursteinn Arndal og Ásbjörn Friðriksson með Íslandsbikarinn. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Ásbjörn Friðriksson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild FH um eitt ár. Auk þess að leika með liði Íslandsmeistaranna verður hann áfram aðstoðarþjálfari liðsins eins og undanfarin ár.

„Ásbjörn hefur verið algjör burðarás og mikill leiðtogi í liði FH frá því hann gekk til liðs við félagið ungur að aldri og er nú ein af goðsögnum félagins,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar FH í morgun.

Ef frá er talinn tími hans hjá sænska liðinu Alingsås hefur Ásbjörn sleitulaust leikið með FH frá 2008 og hefur tekið þátt í 465 leikjum fyrir lið félagsins sem setur hann í sjötta sæti á lista leikjahæstu leikmanna FH frá upphafi. Auk þess er hann í hópi markahæstu leikmanna í efstu deild hér á landi frá upphafi.

Ásbjörn hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með FH, tvívegis deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Síðast varð hann Íslands- og deildarmeistari með FH í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -