- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ásgeir Snær flytur til Svíþjóðar

Ásgeir Snær Vignisson er byrjaður að leika með sænska liðinu Helsingborg. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson hefur samið við sænska liðið OV Helsingborg til tveggja ára og kveður þar með ÍBV í sumar eftir tveggja ára veru.


Ásgeir Snær er 23 gamall örvhent skytta sem kom til ÍBV frá Val þar sem hann lék upp yngri flokka og upp í meistaraflokk.

„Hér um mjög spennandi tækifæri að ræða sem ég fullur tilhlökkunar að takast á við,“ sagði Ásgeir Snær í mjög stuttu samtali við handbolta.is en hann var að stíga inn í flugvél áleiðis heim til Íslands eftir að hafa hnýtt síðustu endana með forráðamönnum Helsingborg fyrr í dag.


„Aðdragandinn að þessu var ekki langur en mér leist strax vel á þetta tækifæri þegar það kom upp á borðið. Það er gott að skipta um umhverfi til að takast á við eitthvað nýtt og reyna þannig að halda áfram að bæta sig sem handboltamaður,“ sagði Ásgeir Snær ennfremur.


Helsingborg vann næst efstu deild sænska handknattleiksins á dögunum og tekur sæti í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili eftir eins árs fjarveru. Eftir að sæti í úrvalsdeild var í höfn á nýjan leik þá hafa forráðamenn félagsins verið í óða önn að þétta raðirnir fyrir næstu leiktíð og er koma Ásgeirs Snæs einn liður í þeirri viðleitni.

Heimasíða OV Helsingborg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -