- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Atli Ævar hættur – Guðjón Baldur sleit krossband

Atli Ævar Ingólfsson færi á línunni í leik með Selfossi. Mynd/UMFS/SÁ
- Auglýsing -

Línumaðurinn öflugi Atli Ævar Ingólfsson sem leikið hefur með Selfoss undanfarin ár hefur lagt handboltaskóna á hillina. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Handkastsins sem fór í loftið í gærkvöld.

Fleiri skörð hafa verið hoggin í raðir Selfossliðsins frá síðustu leiktíð. Örvhenti hornamaðurinn Guðjón Baldur Ómarsson sleit krossband í hné í sumar og verður frá keppni næsta árið af þeim sökum. Guðjón Baldur skoraði 61 mark í 22 leikjum Olísdeildar á síðustu leiktíð.


Áður hefur komið fram á handbolti.is að Litáinn Karolis Stropus kvaddi herbúðir Selfoss í sumar og flutti heim ásamt eiginkonu sinni Robertu Stropé.

Hlekkur á nýjasta þátt Handkastsins.

Meistari með HK

Atli Ævar hefur um nokkuð langt skeið verið einn allra fremsti línumaður landsins. Hann lék upp yngri flokka Þórs á Akureyri og var með Akureyri handboltafélagi. Síðan söðlaði Atli Ævar um og lék með HK og varð Íslandsmeistari með Kópavogsliðinu 2012. Eftir það flutti Atli Ævar til Norðurlandanna og lék með SönderjyskE og Nordsjælland í Danmörku auk Guif og Sävehof í Svíþjóð.

Á Selfossi í 6 ár

Atli Ævar samdi við Selfoss 2017 og hefur þar með leikið með liði félagsins í sex ár og varð m.a. Íslandsmeistari vorið 2019. Meiðsli settu strik í reikning línumannsins sterkara hin síðari ár með Selfossliðinu. Atli Ævar skoraði 55 mörk í 14 leikjum í Olísdeildinni leiktíðina 2022/2023.

Atli Ævar var valinn í landsliðið nokkrum sinnum, m.a. 2017. Því miður liggur ekki á lausu fjöldi landsleikja hans á vef HSÍ.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -