- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átta lið geta mátað sig við félög í Evrópu

ÍBV mætir PAOK frá Grikklandi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Átta íslensk félagslið eiga þess kost að skrá sig til leiks í Evrópukeppni félagsliða á næsta keppnistímabili, fjögur af hvoru kyni karla og kvenna. Óvíst er ennþá hvort og þá hvert af þessum liðum ætla að nýta sér þátttökuréttinn. Eftir því sem næsta verður komist hefur þess verið farið á leit við forsvarsmenn liðanna að þau svari því upp úr komandi helgi hvort þau hyggjast láta slag standa eða ekki því Handknatteikssamband Evrópu lokar fyrir skráningu upp úr fyrstu viku júlí.


Karlalið Vals og kvennalið KA/Þórs geta sent lið til keppni í Evrópudeildina, European League, sem sett var á laggirnar fyrir ári síðan og leysti af EHF-keppnina.


Karlalið Hauka, FH og Selfoss og kvennalið Fram, Vals og ÍBV eiga þess kost að senda lið til þátttöku í Evrópubikarnum sem áður kallaðist Áskorendabikarinn og þar á undan borgakeppni Evrópu.


Karla- og kvennalið Vals, kvennalið KA/Þórs og karlalið Aftureldingar og FH voru skráð til leiks í Evrópukeppni félagsliða á síðasta keppnistímabili. Liðin heltust jafnt og þétt úr lestinni eftir því sem á leið haustið og veturinn vegna kórónuveirunnar en þau áttu að hefja þátttöku á mismunandi tíma á leiktíðinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -