- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áttatíu mörk í átta marka sigri Vals í toppslagnum

Stiven Tobar Valencia að skora eitt sjö marka sinn í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Valsmenn sýndu það gegn FH í kvöld að þeir hafa ekki misst niður dampinn í nærri 50 daga fríi frá leikjum í Olísdeild karla þótt e.t.v. hafi mátt halda það eftir dapran dag Valsara gegn Gróttu fyrr í vikunni. Valur sýndi flestar sínar bestu hliðar gegn FH og unnu með átta marka mun í 80 marka leik, 44:36.

Sjaldan ef þá nokkurntímann hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í efstu deild karla hér á landi. Valur var sex mörkum yfir í hálfleik, 24:18.


Sannkölluð markaveisla og mikill hraði frá upphafi og nær því til enda en aðeins var farið að draga af mönnum undir lokin, og skal engan undra.


Valur hefur þar með átta stiga forskot í efsta sæti Olísdeildar en hefur að vísu leikið einum leik fleira en FH sem situr í öðru sæti.

FH-ingurinn Jóhannes Berg Andrason kominn einn gegn Björgvin Páli Gústavssyni, markverði Vals. Mynd/J.L.Long


Strax í upphafi gáfu Valsmenn tóninn. Þeir skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins á fyrstu fjórum mínútunum, þar af þrjú eftir hraðaupphlaup. FH-ingar neyddust til þess að taka leikhlé eftir liðlega fjórar mínútur enda vissu þeir ekki hvaðan á sig stóð veðrið.


Valsmenn héldu áfram fullum dampi og enginn var þar fremri en Benedikt Gunnar Óskarsson sem skoraði 10 af 13 fyrstu mörkum Vals, mörg eftir hraðaupphlaup í autt mark FH.
FH-ingar áttu ekki möguleika í Valsmenn þeim ham sem þeir voru að þessu sinni. Þeir reyndu eftir mætti að halda uppi hraðanum á móti en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Staðan í Olísdeild karla.


Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 13/4, Stiven Tobar Valencia 7, Magnús Óli Magnússon 5, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Tryggvi Garðar Jónsson 4, Arnór Snær Óskarsson 4, Tjörvi Týr Gíslason 3, Aron Dagur Pálsson 2, Agnar Smári Jónsson 2.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16/1, 31%.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 9/6, Einar Bragi Aðalsteinsson 7, Jóhannes Berg Andrason 6, Birgir Már Birgisson 5, Einar Örn Sindrason 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Egill Magnússon 2, Jón Bjarni Ólafsson 1, Alexander Már Egan 1, Daníel Matthíasson 1.
Varin skot: Phil Döhler 8, 18% – Axel Hreinn Hilmisson 1, 14%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -