- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átti annan stórleik í röð – Sandra skoraði þrjú mörk

Díana Dögg Magnúsdóttir á auðum sjó í kappleik. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir átti annan stórleik í röð með BSV Sachsen Zwickau í gær og skoraði sjö mörk, gaf sex stoðsendingar, átti fjögur sköpuð færi og var valin maður leiksins þegar lið hennar tók á móti Blomberg-Lippe í þriðju umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Stórleikur Eyjakonunnar dugði ekki því Blomberg stakk af á lokasprettinum og vann með mörkum, 34:28.


Auk þess sem að ofan greinir vann Díana Dögg tvö vítaköst og vann einn leikmann Blomberg af velli í tvær og var vísað einu sinni af leikvelli og vann einn ruðning í vörninni. Díana Dögg fylgdi þar með eftir stórleik um síðustu helgi gegn Bad Wildingen en að honum loknum var hún valin í lið annarrar umferðar í þýsku 1. deildinni af vikuritinu Handballwoche.


Sara Odden fyrrverandi leikmaður Hauka leikur einnig með BSV Sachsen Zwickau. Henni tókst ekki að skora í leiknum í gær og var aðallega með í varnarleiknum. BSV Sachsen Zwickau er í hópi neðstu liða deildarinnar án stiga eftir þrjá leiki.

Sandra Erlingsdóttir í leik með Metzingen. Mynd/Metzingen

Ellefu marka tap á heimavelli

Því miður gekk ekki betur í gær hjá Söndru Erlingsdóttur og samherjum hennar í TuS Metzingen. Liðið tapaði með 11 marka mun á heimavelli fyrir Thüringen HC, 38:27. Sandra skoraði þrjú mörk í þremur tilraunum. TuS Metzingen hefur tvö stig eftir þrjár umferðir.


Hlé var gert á keppni í þýsku 1. deildinni eftir umferðina í gær vegna alþjóðlegrar æfingaviku landsliða. M.a. kemur íslenska landsliðið saman til æfinga hér á landi. Næstu leikir í þýsku 1. deildinni fara fram 5. október.


Díana Dögg og Sandra eru báðar í landsliðshópnum sem valinn var á dögunum og kemur saman til æfinga á morgun undir stjórn Arnars Pétursson. Eftir því sem næst verður komist eru Sandra og Díana Dögg væntanlegar til landsins í dag.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -