Víkingur vann sinn áttunda leik í Grill66-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Víkingur vann ungmennalið Vals, 26:20, í Víkinni. Allur annar bragur er á Víkingsliðinu nú í vetur en það átti erfitt uppdráttar a.m.k. á tveimur undangengnum keppnistíðum.
Víkingar eru þar með í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig og er stigi á eftir Gróttu. Seltirningar eiga tvo leiki til góða á Víkinga.
Eftir jafnan fyrri hálfleik þá var Víkingsliðið sterkara í síðari hálfleik. Ungmennalið Vals er í sjöunda sæti með 11 stig að loknum 14 leikjum.
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 7, Arna Þyrí Ólafsdóttir 6, Ester Inga Ögmundsdóttir 6, Guðrún Maryam Rayadh 3, Elín Helga Lárusdóttir 2, Rakel Sigmarsdóttir 2.
Mörk Vals U.: Berglind Gunnarsdóttir 8, Kristbjörg Erlingsdóttir 5, Ásrún Inga Arnarrdóttir 2, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 2, Erna Björk Björgvinsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Sólveig Þórmundsdóttir 1.
Stöðuna og næsta leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.