- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Auðveldur sigur Olympiacos á heimavelli

Panagiotis Messinis aðstoðarþjálfari og Željko Babić þjálfari Olympiacos t.h. handbolti.is/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

Leikmenn Olympiacos hituðu upp fyrir síðari úrslitaleikinn við Val í Evrópubikarkeppninni í dag með því að mæta og vinna Drama, 41:29, í fyrri undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni grísku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Leikurinn fór fram á heimavelli Olympiacos í Aþenu. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 18:13 deildarmeisturum Olympiacos í vil. Viðureignin í dag hófst klukkan 15 að staðartíma í Grikklandi.

Viðureignin átti að fara fram í síðustu viku en var frestað vegna Íslandsferðar leikmanna og þjálfara Olympiacos.

Áttu náðugan dag

Helstu kempur Olympiacosliðsins Savvas Savvas og Ivan Sliskovic komu lítið við sögu í leiknum í dag. Sliskovic skoraði eitt mark en Savvas komst ekki á blað. Hann er alla jafna markahæstur. Ljóst er að hann var að spara kraftana fyrir úrslitaleikinn við Val á laugardaginn.

Georgios Papavasilis skoraði 10 mörk og var iðnastur við kolann þegar kom að markaskorun. Charalampos Dobris var næstur með sjö mörk. Hvorugur þeirra lét mikið að sér kveða í heimsókninni á Hlíðarenda á síðasta laugardag. Spánverjinn Angel Montoro skoraði sex mörk.

AEK komið í úrslit

Meistarar síðasta tímabils, Aþenuliðið AEK, hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitum um gríska meistaratitilinn eftir tvo örugga sigri á PAOK frá Þessalóníku, 31:23 og 26:23.

Síðari leikur Olympiacos og Drama fer fram í Drama í Makedóníuhéraði Grikklands eftir vikiu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -