- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Auðvitað spenntur og stoltur“

Elvar Ásgeirsson leikmaður Nancy í Frakklandi. Mynd/Nancy
- Auglýsing -

„Ég er auðvitað bara spenntur og stoltur,“ sagði Elvar Ásgeirsson, nýbakaður landsliðsmaður í handknattleik karla og leikmaður franska B-deildarliðsins Nancy við handbolta.is. Elvar, sem á engan landsleik að baki, var valinn í íslenska 18-manna landsliðshópinn í gær. Fyrir dyrum hjá landsliðinu stendur að leika þrjá leiki í undankeppni Evrópumótsins í næstu viku og í upphafi þeirrar þar næstu.


Elvar gekk til liðs við Nancy í Frakklandi í febrúar eftir eins og hálfs árs veru hjá Stuttgart í Þýskalandi. Hjá Nancy hefur hann fengið mikið stærra hlutverki í sóknarleiknum þar sem hann stýrir leik liðsins. Nokkuð sem lítið var um síðasta árið hjá Stuttgart. Elvar telur þetta vera eina af ástæðunum fyrir að hann er valinn í landsliðið að þessu sinni.


„Eflaust hjálpar það til að vera kominn með sóknarhlutverk í liðinu mínu,“ sagði Elvar. Nú er að sjá til hvort hann fær að láta ljós sitt skína með íslenska landsliðinu í einhverjum af leikjunum þremur sem framundan eru, gegn Ísrael í Tel Aviv 27. apríl, á móti Litháen í Vilnius 29. apríl og loks á móti Ísrael hér á landi 2. maí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -