Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Fréttir
Sex leikmenn smitaðir í herbúðum GOG
Smit kórónuveiru er komið upp í herbúðum GOG, toppliðs dönsku úrvalsdeildarinnar sem landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með.Sex leikmenn greindust með smit í gær og hefur viðureign GOG og Skanderborg Aarhus sem fram átti að fara á miðvikudaginn...
Fréttir
Heimir og Gunnar velja 28 pilta til æfinga í upphafi árs
Heimir Ríkarðsson og Gunnar Andrésson, þjálfarar U18 ára landsliðs karla, hafa valið hóp 28 leikmanna til þess að stunda æfinga frá 2. til 9. janúar. Æfingarnar eru liður í undirbúningi verkefna á næsta ári og eru um leið framhald...
Efst á baugi
Bjarki Már er kominn á þekktar slóðir
Bjarki Már Elísson er kominn á þekktar slóðir á lista yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Bjarki Már varð markakóngur deildarinnar keppnistímabilið 2019/2020 og hafnaði í þriðja sæti á síðasta keppnistímabili þrátt fyrir að hafa misst úr...
Efst á baugi
Hákon Daði sleit krossband – fer í aðgerð á morgun
Hákon Daði Styrmisson handknattleiksmaður hjá Vfl Gummersbach í Þýskalandi sleit krossband í hægr hné á æfingu liðsins á föstudaginn. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Leikhléið sem kom út í gærkvöld. Andri Heimir Friðriksson, bróðir Hákons Daða, er...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Molakaffi: Óðinn Þór, Elliði Snær, Brattset Dale, Hagman, Haraldur
Íslendingaliðið Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, tapaði í gær fyrir Rimpar Wölfe, 28:25, í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla á útivelli. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðarsson eitt. Hákon Daði Styrmisson...
Efst á baugi
Flugeldasýning hjá Tinnu Sigurrós
Unglingalandsliðskonan Tinna Sigurrós Traustadóttir var með snemmbúna flugeldasýningu í kvöld þegar hún gerði sér lítið fyrir og skoraði 16 mörk fyrir Selfoss í sex marka sigri liðsins á ungmennaliði Vals, 38:32, í síðasta leik ársins í Grill66-deild kvenna í...
Efst á baugi
HM: Þreytulegur forseti ruglaðist í ríminu
Hassan Moustafa, forseti alþjóða handknattleikssambandsins virtist illa upplagður þegar hann ávarpaði keppendur í íþróttahöllinni í Granolles í kvöld áður en veitt voru verðlaun til landsliðanna þriggja í lok heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik.Í stuttu ávarpaði ruglaðist Moustafa illilega. Sagði...
Fréttir
HM: Ótrúlegur árangur Noregs á síðustu 35 árum
Norska kvennalandsliðið í handknattleik, sem varð heimsmeistari í fjórða sinn í kvöld, hefur verið eitt það sigursælasta, ef ekki það sigursælasta, af kvennalandsliðum heimsins um langt árabil. Allt frá því að Noregur vann til fyrstu verðlauna á stórmóti 1986...
- Auglýsing-
Fréttir
Kórdrengir öflugri í slag nýliðanna
Kórdrengir höfðu í dag sætaskipti við ungmennalið Vals og fóru upp í áttunda sæti Grill66-deildar karla í handknattleik er þeir unnu lið Berserkja í uppgjöri nýliðanna í deildinni, 25:19, í Digranesi.Þetta var þriðji sigur Kórdrengja í deildinni á...
Efst á baugi
HM: Þórir stýrði Noregi til sigurs á HM í þriðja sinn
Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu til sigurs í þriðja sinn á heimsmeistaramóti í handknattleik í kvöld. Norska landsliðið vann Ólympíumeistara Frakka með sjö marka mun, 29:22, í Granolles eftir hreint magnaðan úrslitaleik. Noregur hefur fjórum sinnum unnið heimsmeistaratitilinn, jafn...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
16848 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -