- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Farinn út í nám

Handknattleiksmaðurinn Gestur Ólafur Ingvarsson leikur ekki með Aftureldingu á komandi leiktíð. Hann er fluttur til Árósa í Danmörku og hefur sett stefnuna á nám í rafmagnsverkfræði. Gestur Ólafur hefur verið einstaklega óheppinn á handknattleiksvellinum undanfarin tvö ár og m.a....

Stóð upp úr í Svíþjóð

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er orðinn einn lykilmanna IFK Kristianstad í Svíþjóð eftir aðeins tvö keppnistímabil með liðinu. Hann var valinn besti leikmaður Kristianstad  á síðasta keppnistímabili en valið var kynnt á ársfundi félagsins á dögunum.  Teitur Örn, sem er...

Roland með Íslandsvini í Úkraínu

Ekki fór mikið fyrir því í fréttum í sumar þegar handknattleiksþjálfarinn og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands og Georgíu, Roland Eradze, var ráðinn aðstoðar- og markvarðaþjálfari úkraínska meistaraliðsins í karlaflokki, Motor Zaporozhye. Hjá félaginu starfar  Roland við hlið sannkallaðs Íslandsvinar, Gintaras...

Styttist í tvo en lengra í Darra

Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka, vonast til þess að stutt sé í að hægri hornamennirnir Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Halldór Ingi Jónasson, geti farið að æfa með liðinu af fullum krafti. Báðir hafa þeir glímt við meiðsli um nokkurt...
- Auglýsing-

Brotnir Aftureldingarmenn

Guðmundur Árni Ólafsson, hornamaðurinn sterki í liði Aftureldingar, fingurbrotnaði í leik Aftureldingar og Stjörnunnar í Hafnarfjarðarmótinu um síðustu helgi. Blær Hinriksson sem gekk til liðs við Aftureldingu frá HK í sumar er ristarbrotinn. Að sögn Gunnars Magnússonar, þjálfara Aftureldingar,...

Til Spánar og Litháen

Aftureldingarmenn drógust gegn Granitas-Karys frá Litháen í aðra umferð Evrópubikarsins í handknattleik karla og Valur mætir spænska liðinu Rincon Fertilidad Málaga í annarri umferð sömu keppni í kvennaflokki. Dregið var á þriðjudaginn. FH er einnig skráð til þátttöku í...

Úr ýmsum áttum í Evrópu

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen í Þýskalandi og landsliðsþjálfari Íslands í karlaflokki, krækti m.a. í þýsku landsliðsmennina Tomi Kastening og Silvio Heinevetter í sumar. Sá síðarnefndi hefur árum saman verið markvörður Füchse Berlin. Fleiri leikmenn bættust í hópinn hjá Melsungen...

Dani kominn til ÍBV

Í byrjun vikunnar gengu forráðamenn ÍBV frá samningi við örvhentu dönsku skyttuna Jonathan Werdelin um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Werdelin, sem er 21 árs gamall, kemur úr herbúðum danska liðsins TMS Ringsted. Hann er þegar kominn...
- Auglýsing-

Unnu alla á heimavelli

Eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á Ragnarsmótinu á Selfoss, fyrsta handknattleiksmóti tímabilsins, þá fylgdu leikmenn Hauka sigrinum eftir með því að vinna Hafnarfjarðarmótið sem stóð yfir um síðustu helgi í Schenker-höllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði. Haukar unnu...

Bikarhelgin slegin af

Ekki verða krýndir bikarmeistarar í danska karlahandboltanum þetta árið. Úrslitahelgi bikarkeppninnar, Santander Cup, hafði verið slegið á frest í nokkuru sinnum en á dögunum var ákveðið að hætta við allt saman. Upphaflega stóð til að leika undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
14154 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -