- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Unnu alla á heimavelli

Mynd/UMFS/ÞRÁ
- Auglýsing -

Eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á Ragnarsmótinu á Selfoss, fyrsta handknattleiksmóti tímabilsins, þá fylgdu leikmenn Hauka sigrinum eftir með því að vinna Hafnarfjarðarmótið sem stóð yfir um síðustu helgi í Schenker-höllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Haukar unnu alla þrjá leiki sína í mótinu, Stjörnuna 23:21, Aftureldingu 34:17, og loks erkiféndur sína í FH, 30:28, í lokaumferðinni þar sem Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, fór á kostum í liði Haukanna en hann kom til félagsins á nýjan leik í sumar eftir tveggja ára veru hjá danska úrvalsdeildarliðinu Skjern.
Afturelding, FH og Stjarnan unnu hvert sinn leik. Afturelding lagði FH, 29:28, FH hafði betur gegn Stjörnunni, 27:25, og Stjörnumenn skelltu vængbrotnu liði Aftureldingar í lokaumferðinni með einu marki, 25:24.
Nokkuð var um fjarveru leikmanna vegna meiðsla. Ekki síst hjá Mosfellingum en einnig voru afföll í liði FH og hinum liðunum en þó í minna mæli.
Í mótslok var lið mótsins valið og var það skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markvörður – Björgvin Páll Gústavsson, Haukum.
Vinstra horn – Dagur Gautason, Stjörnunni.
Vinstri skytta – Ásbjörn Friðriksson, FH.
Miðjumaður – Tjörvi Þorgeirsson, Haukum.
Hægri skytta – Birkir Benediktsson, Afturelding.
Hægra horn – Kristófer Máni Jónasson, Haukum.
Línumaður – Sverri Eyjólfsson, Stjörnunni.
Varnarmaður – Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni.
Áhorfendum var ekki leyft að koma á leikina. Sóttvarnareglum var fylgt í hvívetna. Haukar sendu alla leiki mótsins úr á netinu, eins og Selfyssingar gerðu á Ragnarsmótinu. Ber að þakka báðum félögum fyrir frábæra þjónustu við handknattleiksáhugafólk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -