Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Norska landsliðið beit hressilega frá sér – tók Dani í kennslustund

Þeir sem afskrifuðu norska kvennalandsliðið í handknattleik eftir tap þess fyrir sænska landsliðinu í fyrstu umferð handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum voru heldur fljótir á sér. Eins og við mátti búast af jafn reyndu og öflugu landsliði og það norska...

ÓL:Slóvenar unnu í fyrsta sinn – Ungverjar sterkari á lokasprettinum

Slóvenska kvennalandsliðið vann sinn fyrsta leik í sögunni í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í morgun þegar það lagði Suður Kóreu, 30:23, í annarri umferð A-riðils leikanna. Staðan að loknum fyrri hálfleik var, 14:12, fyrir Slóvena sem skiljanlega fögnuðu ákaft að leikslokum.Slóvenar,...

Gott fyrir sjálfstraustið að vinna mót rétt fyrir EM

Átján ára landslið karla í handknattleik stóð uppi sem sigurvegari á fjögurra þjóða mótinu sem það tók þátt í fimmtudag, föstudag og í gær í Búdapest í Ungverjalandi. Þrátt fyrir tap fyrir Slóvenum, 30:28, í fyrradag þá kom efsta...

Molakaffi: Reistad, Karabatic, Hornke, Dagur, Duvnjak

Henny Reistad verður ekki með norska landsliðinu í dag þegar það mætir Danmörku í annarri umferð handknattleikskeppni Ólympíuleikana. Reistad var einnig utan liðsins þegar Noregur tapaði fyrir Svíþjóð á fimmtudagskvöld. Hún meiddist á ökkla í æfingaleik snemma í þessum...
- Auglýsing-

ÓL: Danir sýndu sparihliðarnar gegn heimamönnum

Danir fór afar illa með Frakka í sjötta og síðasta leik fyrsta keppnisdags handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Heimsmeistararnir léku við hvern sinn fingur í 45 mínútur í leiknum og unnu með átta marka mun, 37:29....

ÓL: Alfreð og Þjóðverjar fara vel af stað

Alfreð Gíslason fagnaði sigri með þýska landsliðinu í fyrsta leik þess í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna síðdegis í dag. Þjóðverjar lögðu Svía í hörkuleik, 30:27, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 12:11. Þjóðverjar, Spánverjar og Króatar hafa þar með...

Sannfærandi sigur á Írönum í síðustu umferð

Landslið Íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann landslið Íran í sama aldursflokki með fjögurra marka mun í þriðju og síðustu umferð æfingamóts í Ungverjalandi í dag, 30:26. Einnig var fjögurra marka munur að loknum fyrri hálfleik, 16:12,...

ÓL: Dagur og Króatar sluppu með skrekkinn gegn Japan

Dagur Sigurðsson og liðsmenn hans í króatíska landsliðinu sluppu með skrekkinn gegn fyrrverandi liðsmönnum Dags í japanska landsliðinu í upphafsleik liðanna í B-riðli handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París eftir hádegið í dag. Ivan Martinovic skoraði sigurmark Króata, 30:29, á síðustu...
- Auglýsing-

Streymi: Ísland – Íran, æfingamót 18 ára landsliða, kl. 13.45

Landslið Íslands og Írans, skipað piltum 18 ára og yngri mætast í 3. og síðustu umferð æfingamóts í Búdapest í Ungverjalandi klukkan 13.45.Íslenska liðið vann ungverska landsliðið, 31:25, á fimmtudaginn en tapaði fyrir slóvenska landsliðinu í gær, 30:28. Leikirnir...

ÓL: Perez de Vargas fór á kostum – Egyptar fara vel af stað

Stórleikur Gonzalo Perez de Vargas í marki Spánar tryggði Spánverjum sigur í fyrst leik handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París morgun. De Vargas var vel vaknaður, ólíkt mörgum öðrum á leikvellinum sem virtust getað hugsað sér að lúra lengur.De...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16944 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -