Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nachevski verður áfram að bíta í súra eplið

Dragan Nachevski, fyrrverandi formaður dómaranefndar Handknattleikssambands Evrópu, hefur verið úrskurðaður í tveggja ára bann frá störfum innan handknattleiks í Evrópu. Auk þess verður hann að greiða 5.000 evrur í sekt, jafnvirði um 750 þúsund króna. Þetta er niðurstaða áfrýjunardómstóls,...

ÓL: Sannfærandi hjá norska landsliðinu – Lunde í miklum ham

Norska landsliðið vann öruggan sigur á landsliði Suður Kóreu í þriðju umferð handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í morgun, 26:20. Leikurinn markaði endurkomu Henny Reistad í norska landsliðið. Hún lék með í 25 mínútur og skoraði fjögur mörk úr níu skotum, flaskaði...

Ólympíumolar: Sprakk út, Reistad, Gille, Simonet, Alfreð, Dagur, Hald

Eftir tvo tapleiki í upphafi handknattleikskeppni Ólympíuleikanna þá sprakk þýska kvennalandsliðið út í morgun og lagði landslið Slóveníu, 41:22. Óhætt er að segja að slóvenska liðið hafnaði á þýska varnarveggnum að þessu sinni eftir góðan sigur á Suður Kóreu...

Molakaffi: Jaukovic færir sig um set, skorið niður við trog, hótar að hætta

Rúmenska meistaraliðið í handknattleik kvenna, CSM Búkarest, hefur samið við svartfellsku handknattleikskonuna, Djurdjina Jaukovic. Hún er ein margra leikmanna sem yfirgefið hafa ZRK Buducnost á undanförnum vikum eftir að ljóst varð að félagið rambaði á barmi gjaldþrots og mörgum...
- Auglýsing-

ÓL: Frakkar eru heillum horfnir

Þangað til í kvöld hafði franska karlalandsliðið í handknattleik ekki tapað tveimur leikjum í röð á Óympíuleikunum síðan í Atlanta 1996. Þessi staðreynd er rifjuð upp eftir fimm marka tap franska landsliðsins fyrir Noregi, 27:22, í kvöld. Tap sem...

ÓL: Svíar eru komnir inn á sporið

Svíar unnu sanngjarnan sigur á slökum Spánverjum í þriðja og síðasta leik dagsins í A-riðli handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum, 29:26. Svíar hafa þar með náð sínum fyrsta vinning í handknattleikskeppninni.Spánverjar hafa einnig tvö stig fyrir sigur á Slóvenum...

ÓL: Mikilvægur en sennilega dýr sigur hjá Dönum

Þótt Dönum hafi þótt sigurinn sætur á Egyptum í handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í dag, 30:27, þá lítur út fyrir að hann hafi verið þeim dýr. Allt bendir til þess að línumaðurinn og varnarmaðurinn sterki, Simon Hald, hafi tognaði...

ÓL: Slóvenar lögðu granna sína

Slóvenar lögðu granna sína frá Króatíu, 31:29, í annarri umferð handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í morgun og eru þar með komnir á blað í mótinu. Sigurinn var einstaklega sætur því þessar þjóðir hafa oft eldað grátt silfur á handknattleiksvellinum og Slóvenar...
- Auglýsing-

ÓL: Japanir vöfðust ekkert fyrir Þjóðverjum

Þýska landsliðið vann öruggan sigur á japanska landsliðinu í fyrsta leik annarrar umferðar handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum í París í morgun, 37:26. Staðan var 21:10 eftir fyrri hálfleik. Þjóðverjar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni...

Molakaffi: Hornke, Alfreð, Dahmke, Darj, Johannsen

Þýski hornamaðurinn Tim Hornke tekur ekki þátt í fleiri leikjum á Ólympíuleikunum í París. Hann meiddist eftir 55 sekúndna leik gegn Svíum í fyrradag. Sin í annarri ilinni tognaði illa. Eftir skoðun í gærmorgun var úrskurðað að Hornke verður...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16966 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -