Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Átján ára landslið karla í Ungverjalandi – fyrsti leikur af þremur í dag

Landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, er komið til Búdapest í Ungverjalandi þar sem það tekur þátt í fjögurra þjóða móti í dag, á morgun og á laugardaginn. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðsins...

ÓL24: Sú besta verður ekki með í upphafsleiknum

Ein besta handknattleikskona heims um þessar mundir, ef ekki sú besta, Henny Reistad, leikur ekki með Evrópumeisturum Noregs í upphafsleiknum á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Noregur mætir þá Svíþjóð. Reistad var valin handknattleikskona ársins 2023 af Alþjóða handknattleikssambandinu.Reistad...

ÓL24: Danir hófu keppni með stórsigri

Danska landsliðið í handknattleik kvenna vann fyrstu viðureign handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í París í morgun. Danir lögðu Slóvena með átta marka mun, 27:19, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11. Liðin leika í A-riðli ásamt...

Molakaffi: Satchwell, Kjartan, Alfred í nýtt landslið, Schmidt

Færeyski landsliðsmarkvörðurinn og fyrrverandi KA-maður, Nicholas Satchwell, hefur samið við danska handknattleiksliðið Lemvig-Thyborøn Håndbold til næstu tveggja ára. Lemvig féll úr úrvalsdeildinni í vor.  Satchwell var síðasta árið hjá Viking TIF í Bergen eftir að hafa kvatt KA að...
- Auglýsing-

Auglýst eftir markverði í Færeyjum fyrir íslenskt kvennalið

Auglýst er eftir markverði fyrir íslenskt kvennalið í efstu deild á Facebook-síðu handknattleiksáhugafólks í Færeyjum, Hondbóltskjak, í dag. Ekki kemur fram fyrir hvaða lið, en sagt að aðstæður séu góðar.4players Sport Agency er skráð fyrir færslunni. Áhugasömum er bent...

Annar japanskur línumaður til Ísafjarðar

Nýir leikmenn streyma í herbúðir ísfirska handknattleiksliðsins Harðar. Í gær var m.a. sagt frá komu serbneskrar skyttu til liðsins og í dag segir í snarpri tilkynningu frá Herði að samningur hafi náðst við japanskan línumann, Kenta Isoda. Hann kemur...

Áfram er því haldið fram að Elvar Örn fari til meistaranna

Vefmiðill þýska blaðsins Bild segir frá því að landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson gangi til liðs við þýsku meistarana SC Magdeburg að ári liðnu. Félagið munu gera við hann a.m.k. tveggja ára samning. Það mun vera ástæða þess að Spánverjinn...

ÓL24: Vondur matur – óburðug rúm og villtur bílstjóri

Kurr er innan danska kvennalandsliðsins í handknattleik sem tekur þátt í Ólympíuleikunum. Jesper Jensen, landsliðsþjálfari, segir í samtali við Ekstra Bladet, að fyrsta reynsla hans og leikmanna af verunni í Ólympíuþorpinu sé ekki til að hrópa húrra fyrir. Flest...
- Auglýsing-

Alfreð varð að gera eina breytingu á elleftu stundu

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik staðfesti í gærkvöld að örvhenta skyttan Kai Häfner verður í landsliðshópnum sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í París. Útséð er um Franz Semper verði með landsliðinu vegna axlarmeiðsla en þátttaka hans hefur...

Molakaffi: Portner æfir, Serradilla, Mem með á ÓL

Svissneski landsliðsmarkvörðurinn Nikola Portner hefur fengið leyfi til þess að hefja æfingar með bikar- og landsmeisturum SC Magdeburg á nýjan leik eftir að hafa þurft að sitja hjá síðan í byrjun apríl að uppvíst var að hann hafi fallið...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16971 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -