Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Efst á baugi
Viktor Gísli átti stórleik – 36 marka sigur hjá Bjarka
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik þegar Barcelona vann stórsigur á brasilíska meistaraliðinu Handebol Taubate, 41:22, í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramóts félagsliða í Kaíró í Egyptalandi. Viktor Gísli stóð í marki Barcelona allan leikinn og varði 19 skot, þar af...
Efst á baugi
Kvöldkaffi: Monsi, Óðinn, Elmar, Hákon, Grétar, Katla, Ísak
Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur hjá RK Alkaloid með sex mörk þegar liðið vann HC Radovish, 35:23, í þriðju umferð úrvalsdeildarinnar í Norður Makedóníu í dag. RK Alkaloid hefur fjögur stig í fimmta sæti deildarinnar.Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði...
Efst á baugi
Íslendingaliðið flaug inn í átta liða úrslit
Íslendingaliðið Blomberg-Lippe flaug inn í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í dag með 12 marka sigri á Solingen, 37:25, í Kingenhallen í Solingen. Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir létu til sín...
Efst á baugi
Valur kemur heim með eins marks sigur í pokahorninu
Valur stendur vel að vígi eftir eins marks sigur á hollenska meistaraliðinu JuRo Unirek í fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik í bænum 't Veld í Hollandi í dag, 31:30. Heimaliðið skoraði fjögur síðustu...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Eyjamenn voru skrefi á undan frá upphafi til enda
ÍBV færðist upp í hóp með Haukum og Val í annað til fjórða sæti Olísdeildar karla í handknattleik í dag með öruggum sigri á Þór, 30:24, í íþróttamiðstöðinni í Vestamannaeyjum. ÍBV hefur þar með sex stig að loknum fjórum...
Efst á baugi
Sex marka tap í Aþenu í fyrsta Evrópuleiknum
Kvennalið Selfoss tapaði með sex marka mun, 32:26, fyrir gríska liðinu AEK Aþenu í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Aþenu í dag. Liðin mætast öðru sinni í Sethöllinni á Selfossi á sunnudaginn eftir...
Efst á baugi
Rut Arnfjörð leikur ekki fleiri leiki á tímabilinu
Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikur ekki fleiri leiki með Haukum á keppnistímabilinu. Rut er ólétt en það kom fram í viðtali við Díönu Guðjónsdóttur annan þjálfara Hauka í sjónvarpi Símans í dag áður en viðureign Hauka og Fram hófst á...
Efst á baugi
Jóhanna Margrét jafnaði metin á síðustu sekúndum
Haukar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins við Fram á Ásvöllum í dag og náðu þar með öðru stigi úr viðureign liðanna í þriðju umferð Olísdeildar kvenna, 27:27. Jóhanna Margrét Sigurðarsdóttir skoraði jöfnunarmarkið þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Nokkrum...
- Auglýsing-
Evrópukeppni kvenna
Leik Vals og JuRo Unirek verður streymt
Leikur Vals og hollenska meistaraliðsins í JuRo Unirek í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik í Hollandi klukkan 17 í dag verður sendur út á netinu. Hér fyrir neðan er slóð á útsendinguna:https://dash.usf.sport/matches/83896cf0-ed5b-4999-b6e8-b7fdb10571d6?fbclid=IwY2xjawNEnFpleHRuA2FlbQIxMABicmlkETFGek9oRE1mZlJudmNCWjB6AR50_O5MB_pKlHU_8puSbeoQsz4D0BDjyCIvmDfXXlxXcCAIy_6o40OFP4aaIQ_aem_db32l7V-2kXOGZOPzl8dRAEftir því sem næst verður komist þarf...
Myndskeið
Beint: Sydney Uni -Veszprém HC, kl. 17
Hér fyrir neðan er hlekkur á streymi frá viðureign Syndey Uni og One Veszprém í fyrstu umferð heimsmeistaramóts félagsliða í handknattleik karla. Leikurinn fer fram í Kaíró og hefst klukkan 17.Bjarki Már Elísson leikur með One Veszprém.https://www.youtube.com/watch?v=zo14qe97Z20
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
17700 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -



