Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki tókst Íslendingum að slá meistaraefnin út af laginu

Ekki tókst Íslendingaliðinu Gummersbach að stöðva meistaraefni Füchse Berlin í kvöld þegar liðin mættust í næst síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í Max Schmeling-Halle í Berlin. Berlínarbúarnir unnu með 10 marka mun í miklum markaleik, 45:35, og...

Bergrós Ásta best – KA/Þór hlaut fimm verðlaun

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir unglingalandsliðskona og leikmaður KA/Þórs var besti og efnilegasti leikmaður Grill 66-deildar á síðustu leiktíð. Hún var verðlaunuð á uppskeruhátíð HSÍ síðdegis.KA/Þór, sem vann Grill 66-deildina með nokkrum yfirburðum hreppti fimmverðlaun, af þeim sex sem veitt voru...

Þórsarar fengu þrenn verðlaun í lokahófi HSÍ

Þórsarinn Oddur Gretarsson var valinn besti leikmaður Grill 66-deildar karla á nýliðnu keppnistímabili. Oddur, sem var í sigurliði deildarinnar, hreppti einnig hnossið í kjöri á besta sóknarmanni Grill 66-deildar.Verðlaun voru afhent í lokahófi HSÍ síðdegis til þeirra sem þóttu...

Reynir Þór margverðlaunaður á uppskeruhófi HSÍ

Reynir Þór Stefánsson Íslands- og bikarmeistari með Fram rakaði til sín verðlaunum á uppskeruhófi HSÍ sem haldið var síðdegis í dag. Reynir Þór, sem kveður íslenska handknattleik í sumar og flytur til Melsungen í Þýskalandi, var valinn besti leikmaður...
- Auglýsing-

Elín Klara sú besta þriðja árið í röð

Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona og leikmaður Hauka kveður Olísdeild kvenna eftir að hafa verið valin besti leikmaður deildarinnar þriðja árið í röð í uppskeruhófi HSÍ sem haldið var síðdegis í dag. Elín Klara gengur á næstunni til liðs við...

Engrar aðgerðar þörf

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður SC Magdeburg staðfesti við Vísis í dag að hann þurfi ekki að gangast undir aðgerð vegna höggs sem hann fékk á vinstri öxlina í viðureign Magdeburg og Lemgo síðasta sunnudag. Beðið...

Valur hefur krækt í Dag Árna frá KA

KA-maðurinn Dagur Árni Heimisson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Vals. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins eftir að Ágúst Þór Jóhannsson tók við stjórnvölum karlaliðsins.Á heimsíðu KA segir að Dagur Árni hafi verið seldur...

MT Melsungen staðfestir komu Reynis Þórs

Þýska handknattleiksliðið MT Melsungen staðfesti í morgun að Reynir Þór Stefánsson, leikmaður Fram og mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar 2025, hafi skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Hann flytur til Melsungen í sumar en samningurinn tekur gildi 1. júlí.Michael...
- Auglýsing-

AEK á sér engar málsbætur – HC Alkaloid er Evrópbikarmeistari

Dómstóll Handknattleikssambands Evrópu, EHF, hefur dæmt HC Alkaloid sigur, 10:0, í síðari úrslitaleik liðsins við AEK Aþenu í úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik sem fram átti að fara í síðasta mánuði. HC Alkaloid er þar með Evrópubikarmeistari í karlaflokki...

Lindgren er hættur hjá Íslendingaliði

Ola Lindgren fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Svía er hættur störfum hjá HK Karlskrona hvar hann hefur verið aðstoðarþjálfari um skeið. HK Karlskrona þarf að draga saman seglin að sögn Blekinge Läns Tidning og nýta peninga sína í annað en...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16752 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -