Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vil sjá einbeitt lið og troðfulla höll

„Það er lágmarkskrafa af okkur hálfu að vinna leikinn og ljúka undankeppni EM með fullu húsi stiga. Ég segi það með fullri virðingu fyrir georgíska landsliðinu sem leikið hefur vel í undakeppninni og er verðskuldað komið áfram í lokakeppnina,“...

Taka til varna vegna bannsins langa

Forráðamenn austurríska handknattleiksliðsins Alpla Hard ætlar að berjast gegn löngu keppnisbanni sem Ivan Horvat leikmaður liðsins var dæmdur í á dögunum upp á liðlega 26 mánuði, út leiktíðina 2027. Horvat sló leikmann Bregenz harkalega á nefið í viðureign liðanna...

Þjálfari BM Porriño segir hraðann vera lykil að sigri

Isma Martínez þjálfari BM Porriño, sem Valur mætir í úrslitaleik Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik á Spáni í dag, segir í viðtali við Mundo Deportivo að hraðinn geti orðið lykill síns liðs að sigri í leiknum. Martínez segir lið sitt...

Baldur Fritz var við æfingar hjá Magdeburg

Markakóngur Olísdeildar karla í handknattleik, ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason, var í vikunni við æfingar hjá þýska meistarliðinu SC Magdeburg. Fram kemur á Facebook-síðu ÍR að Baldur Fritz hafi fengið boð um að koma til æfinga hjá stórliðinu. Skiljanlega er...
- Auglýsing-

Molakaffi: Alfreð, Holm, Lauge, Bartusz, Palasics

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattliek karla verður án markvarðarins sterka, Andreas Wolff, örvhentu skyttunnar Franz Semper og línumannsins Johannes Golla í síðasta leiknum í undankeppni EM á morgun. Þjóðverjar mæta Tyrkjum sem er neðstir í riðlinum. Þýska liðið...

Söguleg stund rennur upp: höfum lengi beðið eftir þessum leik

„Við höfum lengi beðið eftir þessum leik,“ segir Hildur Björnsdóttir fyrirliði Vals spurð um fyrri úrslitaleikinn í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna við spænska liðið BM Porriño sem fram fer á Spáni í dag. Flautað verður til stórleiksins klukkan 15.Aldrei...

Erum með betra lið og meiri breidd

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Georgíu í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16 í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins. Bæði lið eru komin áfram í lokakeppnina. Fyrir leikmenn íslenska landsliðsins snýst viðureignin fyrst og fremst um að ná fram...

Aldís Ásta og félagar eru í frábærri stöðu

Aldís Ásta Heimisdóttir og samherjar hennar í Skara HF eru í frábæra stöðu í úrslitarimmunni við IK Sävehof um sænska meistaratitilinn eftir annan sigur í röð í kvöld, 27:22, þegar leikið var í Partille Arena, heimavelli Sävehof. Á Skara...
- Auglýsing-

Þúsundir Færeyinga stefna á EM – 20 flugferðir auk þess sem Norræna siglir til Óslóar

Reiknað er með að hið minnsta 5.000 Færeyingar fylgi karlalandsliðinu til Óslóar á Evrópumeistaramótið í handknattleik í janúar á næsta ári. Flugfélagið Atlantic Airways hefur skipulagt 20 flugferðir með Færeyinga til Gardemoen frá 14. til 18. janúar auk þess...

Verður snúinn leikur í mikilli stemningu

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals hefur skoðað spænska liðið BM Porriño í þaula fyrir fyrri úrslitaleikinn í Evrópubikarkeppni kvenna sem fram fer í Porriño á norðvesturhluta Spánar á morgun, laugardag. Hann segir liðið vera „mjög vel spilandi“ og hafi...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
16812 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -