- Auglýsing -
- Auglýsing -

Axel er kominn í átta liða úrslit í Evrópu

Axel Stefánsson t.h. er annar þjálfara Storhamar í Noregi. Mynd/Storhamar Håndball Elite
- Auglýsing -

Norska handknattleiksliðið Storhamar, sem Axel Stefánsson þjálfar við annan mann, er komið í átta liða úrslit Evrópudeildar kvenna í handknattleik. Storhamar vann nauman sigur á Nykøbing Falster, 27:26, í næst síðustu umferð A-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna í gær.

Leikurinn fór fram í Noregi og dæmdu Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson leikinn.

Storhamar er í efsta sæti A-riðils þegar ein umferð er eftir með átta stig eftir fimm leiki. Sextán lið taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildar kvenna sem tók við af tveimur umferðum undankeppni. Valur var með í fyrstu umferðinni í byrjun vetrar.

Auk Storhamar er Podravka frá Króatíu öruggt um sæti í 8-liða úrslitum Evrópudeildar kvenna, Dunarea Braila frá Rúmeníu sem sló Val úr í undankeppninni í haust, Thüringer frá Þýskalandi, Bistrita frá Rúmeníu og Sola frá Noregi. Hvaða tvö lið bætast í hópinn kemur í ljós um næstu helgi þegar riðlakeppninni lýkur.

Að lokinni riðlakeppninni tekur við útsláttarkeppni í átta liða úrslitum með leikjum heima og að heiman. Sigurvegari verður krýndur í lok úrslitahelgi í Raiffeisen Sportpark Graz í Austurríki 11. og 12. maí.

Danska liðið Ikast, sem nú leikur í Meistaradeild Evrópu, vann Evrópudeildina á síðasta tímabili.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -