- Auglýsing -
- Auglýsing -

Axel ráðinn til Storhamar

Axel Stefánsson fyrir miðri mynd á þeim tíma sem hann starfaði fyrir HSÍ. Hér ásamt samstarfsfólki. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Axel Stefánsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Storhamar frá og með næsta keppnistímabili. Storhamar er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir en keppni liggur niður þessa dagana.
Axel mun vinna við hlið Kenneth Gabrielsens sem er einn þjálfari liðsins í dag.


Axel var þjálfari íslenska kvennalandsliðsins frá 2016 til 2019. Síðan hefur hann unnið hjá norska meistaraliðinu Elverum sem ber höfuð og herðar yfir önnur félög í norskum karlahandknattleik. Axel var um árabil í þjálfarateymi norska kvennalandsliðsins og þjálfaði á þeim tíma yngri landsliðin.


Axel var markvörður á sínum yngri árum og lék m.a. með Þór Akureyri og Val áður en hann flutti til Noregs og lék þar um skeið áður en hann tók til við þjálfun. M.a. vann Elverum úrslitakeppnina í Noregi 2007 undir stjórn Axels.


Axel verður annar Íslendingurinn til þess að þjálfa Storhamar. Alfreð Örn Finnsson þjálfaði liðið í nokkur ár á síðasta áratug.


Tveir íslenskir þjálfarar verða þar með í eldlínunni í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð því auk Axels var Elías Már Halldórsson á dögunum ráðinn þjálfari Fredrikstad Bkl. Svo skemmtilega vill til að Elías Már var um tíma aðstoðarþjálfari Axels með íslenska kvennalandsliðið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -