- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

B-sýnið sýndi sömu niðurstöðu

Nikola Portner markvörður SC Magdeburg og svissneska landsliðsins. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Niðurstaða rannsóknar á B-sýni svissneska landsliðsmarkvarðarins í handknattleik, Nikola Portner, sýndi sömu niðurstöðu og í A-sýninu, þ.e. merki um notkun á Methamphetamine. Niðurstaðan kemur ekki beinlínis í opna skjöldu því strangt til tekið er um sama sýnið að ræða en því er skipt niður í tvö ílát eftir sýnatöku. Reglan er sú að reynist A-sýni jákvætt getur íþróttamaðurinn farið fram á B-sýnið sé einnig rannsakað eins og gert var í þessu tilfelli.

Þrjár vikur eru síðan niðurstaða lá af rannsókn A-sýninu. Síðan hefur Portner verið í leyfi frá félagsliði sínu, Evrópumeisturum SC Magdeburg í Þýskalandi. Portner hefur lýst yfir sakleysi og segist ekki hafa grænan grun um hvernig á því standi að Methamphetamine, sem er örvandi amfetamínlíkt lyf, hafi komist inn fyrir sínar varir.

Næsta skref í málinu er það fer fyrir þýska íþróttasambandið sem að öllum líkindum mun ákvarða refsingu sem að öllum líkindum felur í sér æfinga- og keppnisbann. Þegar þetta er ritað hefur SC Magdeburg ekki sent frá sér yfirlýsingu um hver næstu skref félagsins verða en Portner er samningsbundinn félaginu til ársins 2027.

Sjá einnig:
Örvandi efni fannst í markverðinum
Markvörður Evrópumeistaranna féll á lyfjaprófi

Ólögleg notkun lyfja er litin mjög alvarlegum augum í íþróttagreinum innan alþjóðlegra samtaka eins og Alþjóða handknattleikssambandsins sem á aðild að Alþjóða Ólympíunefndinni og WADA, alþjóðlega lyfjaeftirlitinu.

Methamphetamine er örvandi amfetamínlíkt lyf og er stundum notað ólöglega sem slíkt eða sem meðferð við ADHD og heitir þá t.d. Desoxyn. Það er hvorki notað hér á landi við ADHD né er það til sölu, samkvæmt upplýsingum sem handbolti.is fékk hjá þrautreyndum lyfjafræðingi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -