- Auglýsing -
Ásbjörn Friðriksson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Ásbjörn hefur verið einn af lykilleikmönnum FH síðastliðinn áratug og um leið einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar.
Ásbjörn er einn allra leikjahæsti leikmaður Fimleikafélagsins og stefnir hraðbyri í 400 leikja klúbbinn og komast þar í hóp mætra manna og kvenna.
Ásbjörn verður einnig áfram aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla samhliða spilamennskunni.
„Ási er ein af skærustu stjörnum FH. Hann er algjör goðsögn í Kaplakrika. Þvílíkur leikmaður, fyrirmynd og manneskja. Við FH-ingar erum alveg í skýjunum eftir undirskrift dagsins,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgun.
- Auglýsing -