- Auglýsing -
Handknattleiksmaðurinn Kristófer Andri Daðason er kominn í herbúðir Fram á nýjan leik eftir að hafa leikið með HK á síðasta keppnistímabili í Grill66-deildinni þar sem liðið stóð upp sem sigurvegari.
Kristófer Andri, sem á 23. aldursári, hefur einnig m.a. leikið með Víkingi og Aftureldingu. Hann er sonur Daða Hafþórssonar handknattleiksmanns sem gerði garðinn frægan með Fram og fleiri liðum á sínum tíma.
Kristófer Andri er annar leikmaðurinn sem bætist í hópinn á síðustu vikum. Hinn er Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sem kom á ný í Safamýri eftir tveggja ára veru hjá Aftureldingu. Einar Jónsson tók við þjálfun Fram á dögunum.
- Auglýsing -