- Auglýsing -
- Auglýsing -

Balingen býður aðeins upp á háspennuleiki

Oddur Gretarsson leikmaður Balingen. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Það er sem þýska 2. deildarliðið Balingen-Weilstetten bjóði stuðningsmönnum sínum aðeins upp á hnífjafna og æsilega spennandi sigurleiki sem lýkur með eins marks sigri. Alltént hafa fleiri en færri leikir liðsins á leiktíðinni verið þannig.

Viðureignin við Tusem Essen á heimavelli í kvöld var þar engin undantekning. Balingen vann 30:29, eftir að hafa verið marki í yfir hálfleik, 15:14. Liðið er þar með áfram í efsta sæti 2. deildar með 16 stig eftir átta leiki, stigi á undan Eisencah sem lokið hefur níu viðureignum.


Oddur Grétarsson var markahæstur hjá Balingen með sjö mörk, þar af fimm úr vítaköstum og var með fullkomna nýtingu. Daníel Þór Ingason var allt í öllu að vanda. Hann skoraði tvö mörk, átti tvær stoðsendingar og lét svo ákaft til sín taka í vörninni að hann varð að bíta í það súra epli að vera vísað út af í þriðja sinn eftir 42 og hálfa mínútu.

Nægði ekki að vísa þjálfaranum á dyr

Ekki nægði það Empor Rostock að láta þjálfarann taka hatt sinn og staf um síðustu helgi til þess að snúa gengi liðsins til betri vegar. Alltént breytti þetta litlu í kvöld í heimsókn til TuS N-Lübbecke. Heimamenn unnu með fjögurra marka mun, 28:24. Empor Rostock er þar með áfram með tvö stig í neðsta sæti eftir átta leiki. Sveinn Aron Sveinsson skoraði ekki mark í kvöld fyrir Rostockliðið og heldur ekki Hafþór Már Vignisson sem var í hópnum að þessu sinni eftir fjarveru í síðustu leikjum vegna meiðsla.

Úrslit annarra leikja í 2. deild í kvöld:
Potsdam – Grosswallstadt 35:30.
Bietigheim – Dormagen 28:29.
Eisenach – Hüttenberg 29:29.
Ludwigshafen – Hagen 34:33.
Wolfe Würzburg – Nordhorn 22:24.
Konstanz – Lübeck-Schwartau 31:27.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -