- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bara einn áfangi á langri leið

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Mynd/Einar Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Fyrri hálfleikur var klárlega frábær hjá okkur. Með honum lögðum við grunn að sigrinum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir sigur á Aftureldingu, 30:21, í Origohöllinni í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik.


Mikil umræða hefur verið um leik Vals í síðustu umferð þegar liðið tapaði niður fjögurra marka forskoti á síðustu mínútum sem varð þess valdandi að liðið fékk aðeins annað stigið úr leiknum við KA. Snorri sagðist hafa verið ánægður með lið sitt í þeim leik og hann leit ekki á viðureignina við Aftureldingu í gærkvöld sem svar við leiknum fyrir norðan.


„Ég var ánægður með mína menn fyrir norðan. Ég ætla svo sem bara að benda mönnum á upptöku af leiknum við KA ef menn vilja sjá hvernig það stig gekk okkur úr greipum. Við vorum góðir í leiknum gegn KA og við vorum einnig góðir í kvöld. Andinn í liðinu er kominn aftur eftir erfiða byrjun eftir hléið sem gert var á Íslandsmótinu. Byrjunin var máttlaus og hún olli mér höfuðverk. Menn hafa svarað fyrir sig. Eftir það er auðveldara að vinna í spilamennskunni.


Sigurinn í kvöld er bara einn áfangi á langri leið. Þetta var bara einn handboltaleikur. Við erum enn nokkuð á eftir bestu liðunum að mínu mati og verðum bara að vinna áfram í okkar málum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við handbolta.is í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -