- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bara einn leikur og síðan heim

Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður Selfoss. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Um leið og maður hafði jafnað sig eftir vonbrigðin að hafa ekki komist í milliriðilinn þá kom ekkert annað til greina en að taka forsetabikarinn með trompi og klára ferðina með bikar úr því að hann er boði,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is í gær. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í dag í úrslitaleiknum við landslið Kongó um forsetabikarinn á heimsmeistaramóti í Frederikshavn í Danmörku í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.

Mikill lærdómur fyrir okkur

„Það gefur manni mikið að vinna leiki en það getur verið kúnst að fara inn í leiki þar sem við eigum að vera betri. Framundan er líklegasti erfiðasti leikurinn af þeim fjórum sem við spilum um forsetabikarinn. Þegar öllu er botninn hvolft eru leikirnir geggjaður lærdómur fyrir okkur,“ sagði Perla Ruth sem sagði draga verði allan lærdóm og reynslu af þátttökunni um forsetabikarinn hvaða augum sem hver kann að líta á keppnina.

„Við höfum á síðustu árum ekki fengið marga leiki þar sem við eigum fyrirfram að vera betra liðið. Svo ég held að þessir leikir verði bara góðir fyrir okkur öll þegar upp verður staðið.“

Svipaðar og Angóla

„Ég reikna með hörkuleik gegn Kongó. Mér sýnist þær vera að mörgu leyti svipaðar og Angólaliðið sem við mættum í riðlakeppninni í Stafangri,“ sagði Perla Ruth sem trúir því og vonar að næg orka sé fyrir hendi hjá íslenska liðinu til þess að vinna leikinn í dag.

Leitað í varatankinn

„Við teljum okkur vera í betra standi en andstæðingurinn. Við höfum hugsað mjög vel um okkur og markmiðið er að eiga meira á tanknum og ná að vinna leikinn. Í versta falli verður leitað í varatankinn og hver og ein okkar mun gefa allt í leikinn. Það er bara einn leikur og síðan heim,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir en leikurinn í dag er 10. leikur landsliðsins á þremur vikum. Það eitt og sér er alveg ný reynsla.

Beint úr Arena Nord

Úrslitaleikur Íslands og Kongó um forsetabikarinn í handknattleik kvenna hefst klukkan 19.30 í kvöld í Arena Nord í Frederikshavn. Handbolti.is er í Arena Nord og fylgist með leiknum í textalýsingu og birtir viðtöl í leikslok.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -