- Auglýsing -
- Auglýsing -

Baráttusigur hjá Skjern

Elvar Örn Jónsson í leik með Skjern. Mynd/Skjern
- Auglýsing -

Skjern, liðið sem Elvar Örn Jónsson leikur með, komst upp í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með tveggja marka sigri á útivelli á liði Skanderborg Håndbold, 29:27. Heimaliðið var með tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:11.

Skjern sneri taflinu við í síðari hálfleik, ekki síst fyrir tilstilli Robin Haug markvarðar. Hann varði allt hvað af tók, alls 15 skot, þar af tvö vítaköst.

Elvar Örn skoraði ekki mark í leiknum og átti aðeins eitt markskot auk tveggja stoðsendinga.
Skjern er þar með komið með 17 stig auk þess að hafa snúið við afleitu gengi á tímabili með tveimur sigrum í röð. Leikurinn í kvöld markaði upphaf fimmtándu umferðar deildarinnar.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
Aalborg 23(14), GOG 22(12), Holstebro 20(14), Bjerringbro/Silkeborg 19(14), Skjern 17(15), SönderjyskE 15(14), Skanderborg 14(15), Mors Thy 13(14), Kolding 13(14), Århus 12(14), Fredericia 12(13), Ribe-Esbjerg 9(14), Ringsted 3(13), Lemvig 2(14).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -