- Auglýsing -
- Auglýsing -

Barcelona er óstöðvandi

Barcelona tekur þátt í Final four á morgun og hinn. Liðið er það sigursælasta í keppninni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu Arons Pálmarssonar og félaga í Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Þeir unnu í kvöld sinn sjötta leik í keppninni og eru eina liðið af þeim sextán sem taka þátt sem enn hefur ekki tapað einu stigi, hvað þá tveimur. Barcelona vann Kiel í kvöld 32:26, í B-riðli og hefur þar með 12 stig eftir sex leiki, er stigi á undan Veszprém sem vann Aalborg í gær.

Barcelona var marki yfir í hálfleik í Kiel í kvöld, 16:15, en tók völd á vellinum í síðari hálfeik og vann sannfærandi sigur. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk.

Kevin Møller, danski markvörður Barcelona, átti stórleik. Hann var með 43% hlutfallsmarkvörslu á sama tíma og landi hans í marki Kiel, Niklas Landin, var með 28%.

Leikmenn Vive Kielce eftir sigurinn í Skopje í kvöld. Sigvaldi Björn Guðjónsson lengst t.v. Mynd/EPA

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði í tvígang þegar Vive Kielce vann Vardar í Skopje, 33:29. Kielce er efst í A-riðli með 11 stig eftir 7 leiki. Kielce var með þriggja marka forskot í hálfleik, 16:13.

Aðeins voru tveir leikir á dagskra Meistaradeildar karla í kvöld.

Vardar – Vive Kielce 29:33 (13:16)
Mörk Vardar: Lovro Jotic 6, Ivan Cupic 5, Timur Dibirov 5, Goce Georgievski 4, Stojance Stoilov 3, Patryk Walczak 2, Gleb Kalarash 1, Filip Taleski 1, Ante Gadza 1.
Mörk Vive Kielce: Alex Dujshebaev 10, Nicolas Tournat 4, Artsem Karalek 4, Daniel Dujshebaev 4, Igor Karacic 2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2, Uladzislau Kulesh 2, Szymon Sicko 2, Tomasz Gebela 1, Angel Fernandez Perez 1, Branko Vujocic 1.

Staðan í A-riðli:
Vive Kielce 11(7), Flensburg 9(6), Meshkov Brest 7(6), Porto 6(7), PSG 4(5), Vardar 3(4), Elverum 2(4), Szeged 0(3).


THW Kiel – Barcelona 26:32 (15:16)
Mörk THW Kiel: Domagoj Duvnjak 5, Niclas Ekberg 5, MIha Zarabec 4, Sander Sagosen 3, Harald Reinkind 2, Magnus Landin 2, Steffen Winhold 1, Hendrik Pekeler 1, Patrick Wiencek 1, Rune Dahmke 1, Oskar Sunnefeldt 1.
Mörk Barcelona: Dika Mem 6, Raúl Enterrios 4, Blanz Janc 4, Aron Pálmarsson 3, Aleix Gómez 3, Luis Frade 3, Jure Dolenec 2, Aitor Bengoechea 2, Luka Cindric 1, Timothey N’guessan 1.

Staðan í B-riðli:
Barcelona 12(6), Veszprém 11(6), Aalborg 8(7), Kiel 7(6), Motor 4(5), Nantes 2(4), Celje 2(6), Zagreb 0(6).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -