- Auglýsing -
- Auglýsing -

Barcelona hélt sigurgöngunni áfram í Álaborg

Aron Pálmarsson reynir að stöðva gamlan samherja, Dika Mem, í leik Aalborg og Barcelona í Álaborg í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Barcelona er áfram með fullt hús stiga eftir fimm umferðir í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. Barcelona vann danska liðið Aalborg Håndbold, 39:33, í Gigantium Arena í Álaborg í kvöld. Eftir jafna stöðu eftir fyrri hálfleik, 19:19, tóku leikmenn Barcelona af skarið í síðari hálfleik.


Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Aalborg gegn sínum gömlu samherjum. Annar fyrrverandi leikmaður Barcelona sem nú leikur með Álaborgarliðinu, Mikkel Hansen, skoraði einnig þrjú mörk en þurfti til þess níu skot. Landi hans, Emil Nielsen, markvörður Barcelona reyndist Hansen erfiður. Svíinn Lucas Sandel var markahæstur með átta mörk.


Aleix Gomez skorarði 11 mörk fyrir Barceloan og Frakkinn Dika Mem átta. Nielsen var með nærri 40 % markvörslu og Gonzalo Perez de Vargas var með um 30%. Á sama tíma náðu markverðir Aalborg sér lítt á strik.


Aalborg hefur sex stig eftir fimm leiki í þriðja sæti B-riðils. Kielce er einnig með sex stig og á leik til góða.

Sóttu ekki gull í greipar Szeged

Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í norska meistaraliðinu Elverum sóttu ekki gull í greipar ungverska meistaraliðsins Pick Szeged í Pick-Arena. Heimamenn unnu með sjö marka mun, 30:23. Orri Freyr skoraði eitt mark. Elverum er án stiga en Szeged krækti í sín fyrstu stig.

Sá norski markahæstur

Norðmaðurinn Kent Robin Tønnesen skoraði sex mörk fyrir Szeged eins og Miklós Rosta. Daníel Blomgren var atkvæðamestur Elverum með fjögur mörk.


Elhomin Prandi skoraði níu mörk fyrir PSG í sjö marka sigri á Dinamo í Búkarest, 36:29. Liðin eru í A-riðli. Andrii Akimenko skoraði átta sinnum fyrir Dinamo. PSG komst í efsta sæti A-riðils með sigrinum. Liðið hefur átta stig eftir fimm leiki.

Veszprém sem mætir Magdeburg á morgun er einnig með átta stig en að loknum fjórum leikjum.


PPD Zagreb og Wisla Plock skildu jöfn, 26:26, í höfuðborg Króatíu.

A-riðill:
PSG5401176 – 1518
Veszprém4400135 – 1228
Magdeburg4301120 – 1096
Wisla Plock5212144 – 1465
GOG4112126 – 1273
Dinamo Búk.5113157 – 1643
PPD Zagreb5113138 – 1553
Porto4004101 – 1230
B-riðill:
Barcelona5500190 – 14910
Nantes4301144 – 1246
Aalborg5302171 – 1556
Kielce4301138 – 1306
THW Kiel4202143 – 1334
Celje4103124 – 1452
Pick Szeged5104146 – 1682
Elverum5005134 – 1860
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -