- Auglýsing -
- Auglýsing -

Benedikt og Garðar skoruðu 30 mörk

Ungmennalið Vals heldur áfram að gera það gott í Grill 66-deildinni. Mynd/Valur
- Auglýsing -

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði 16 mörk fyrir ungmennalið Vals í gærkvöldi þegar það lagði Vængi Júpiters, 36:33, í Origohöllinni en leikurinn var liður í 11. umferð Grill 66-deildar karla í handknattleik. Þetta er ekki fyrsta sinn á leiktíðinni þar sem Benedikt Gunnar skorar nokkuð á annan tug marka í leik með ungmennaliði Vals. Hann hefur alls skoraði 93 mörk í 10 leikjum í deildinni.


Hinn þrautreyndi línumaður, Garðar Benedikt Sigurjónsson, fór einnig mikinn í liði Vængja og skoraði 14 mörk.


Um hörkuleik var að ræða í Origohöllinni þar sem varnarleikurinn sat talsvert á hakanum hjá báðum liðum. Sóknarleikurinn var í öndvegi í staðinn eins og úrslit leiksins gefa til kynna.


Valur er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig og er fjórum stigum á eftir toppliði Víkings. Vængir Júpiters er næst neðstir með fjögur stig.


Mörk Vals U.: Benedikt Gunnar Óskarsson 16, Breki Hrafn Valdimarsson 8, Tómas Sigurðsson 3, Jóel Bernburg 2, Erlendur Guðmundsson 2, Óðinn Ágústsson 2, Gunnar Pétur Haraldsson 2, Andri Finnsson 1.
Mörk Vængja Júpiters: Garðar Benedikt Sigurjónsson 14, Jón Hjálmarsson 5, Gísli Steinar Valmundsson 4, Ari Pétursson 4, Andri Hjartar Grétarsson 3, Brynjar Loftsson 1, Hlynur Már Guðmundsson 1, Dagur Snær Stefánsson 1.

Staðan í Grill 66-deild karla.

Selfoss var sterkara


Ungmennalið Selfoss lagði ungmennalið Fram með fimm marka mun, 27:22, í Hleðsluhöllinni á Selfossi í gærkvöldi í Grill 66-deildinni. Selfoss, sem er í sjötta sæti deildarinnar en Fram er neðst, var með forystu í leiknum frá upphafi til enda, m.a. 14:12, þegar viðureignin var hálfnuð.


Mörk Selfoss U.: Tryggvi Sigurberg Traustason 9, Guðjón Baldur Ómarsson 7, Elvar Elí Hallgrímsson 5, Vilhelm Freyr Steindórsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Andri Dagur Ófeigsson 1, Grímur Bjarndal Einarsson 1.
Mörk Fram U.: Arnór Róbertsson 5, Marteinn Sverrir Ingibjargarson 5, Viktor Sveinn Sighvatsson 3, Stefán Orri Arnalds 3, Aron Fannar Sindrason 2, Róbert Árni Guðmundsson 2, Tindur Ingólfsson 1, Aron Örn Heimisson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -