- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bengt Johansson er látinn

Bengt Johansson fagnar sigri á EM 2002 á heimavelli, í Globen í Stokkhólmi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sænski handknattleiksþjálfarinn Bengt Johansson, maðurinn á bak við gullöld sænska landsliðsins á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og á fyrstu árum 21. aldar, er látinn 79 ára gamall. Sænska handknattleikssambandið greinir frá þessu í morgun og segir Johansson hafa látist eftir veikindi.


Johansson var einn áhrifamesti og sigursælasti handknattleiksþjálfari sinnar samtíðar. Hann þjálfaði sænska landsliðið í 16 ár frá 1988 til 2004. Undir hans stjórn varð sænska landsliðið eitt það allra besta en það vann heimsmeistaratitilinn í tvígang, fjórum sinnum Evrópumótið og hlaut þrenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum. Á þeim árum var landsliðið nefnt „Bengan Boys“.


Sjálfur var Johansson mjög góður handknattleiksmaður og lék 83 landsleiki á sínum og tíma auk þess að leika með sænsku liðunum Hamstad, Hellas og Drott. Hann varð fjórum sinnum sænskur meistari.

Johansson verður minnst sem eins af risunum í sögu alþjóðlegs handknattleiks.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -