- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Berserkir boða þátttöku í Grill 66-deild kvenna

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Berserkir, systurlið Víkings, hefur boðað þátttöku í Grill 66-deild kvenna á næstu leiktíð, samkvæmt upplýsingum handbolta.is. Þar með stefnir í að 10 lið verði í deildinni veturinn 2023/2024 en liðin voru níu á síðasta vetri. Berserkir sendu síðast lið til leiks í Grill 66-deild karla leiktíðina 2021/2022 en hafa ekki áður verið með kvennalið.

Liðin 10 sem verða í Grill 66-deild kvenna eru í stafrófsröð: Berserkir, FH, Fjölnir, Fram U, Grótta, Haukar U, HK, Selfoss, Valur U og Víkingur.

Haukar mæta með U-lið

Vegna þess að A-lið HK féll í Grill 66-deild kvenna verður HK U ekki með á næstu leiktíð. Haukar U mætir til leiks í staðinn auk Berserkja, eins og áður er getið.

Eins og kom fram í vor þá var samstarfi Fjölnis og Fylkis slitið. Fjölnir hefur boðað þátttöku sína í Grill 66-deildinni undir eigin merki.

Hugmyndir eru uppi að aðal leikdagur Grill 66 deildar kvenna verði sunnudagur.

Sami fjöldi í Grill 66-deild karla

Áfram verða 10 lið í Grill 66-deild karla. Ungmennalið Selfoss og Fram verða ekki með. Í þeirra stað mæta Víkingur U og HK U til leiks. Síðarnefnda liðið vann 2. deild í vor.

Til viðbótar virðist engan bilbug vera að finna á forsvarsmönnum Kórdrengja sem hafa skráð lið sitt til leiks þriðja keppnistímabilið í röð.

Auk Kórdrengja, U-liða HK og Víkings, hafa Fjölnir, Haukar U, Hörður, ÍR, KA U, Valur U, Víkingur U og Þór skráð sig til leiks í Grill 66-deild karla.

Víðir í Garði er með skráð lið til leiks í 2. deild karla annað árið í röð.

Fara yfir á laugardaga

Fyrir dyrum stendur sú breyting að leik leikið verði í Grill 66-deild karla á laugardögum á næsta keppnistímabili. Undanfarin ár hefur föstudagur verið aðal leikdagur deildarinnar.

Áfram er stefnt á að sem flestir leikir Olísdeildar kvenna verði háðir á laugardögum.

Upp eru hugmyndir um að fimmtu- og föstudagar verði fastir leikdagar í Olísdeild karla. Fyrirvari er á þessum leikdögum þangað til samið hefur verið um útsendingarétt frá leikjum deildanna á næstu leiktíð. Enn sem komið ríkir óvissa í þeim efnum eftir því sem næst verður komist.

Töfluröð fyrir deildirnar fimm verður gefin út fyrir lok þessa mánaðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -