- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bietigheim beit frá sér

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður flytur heim í sumar eftir þrjú ár í Þýskalandi. Mynd/SG BBM Bietigheim
- Auglýsing -

Íslendingaliðið Bietigheim náði loksins að sýna sínar bestu hliðar í kvöld þegar það vann öruggan sigur á Wilhelmshavener, 25:18, í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla. Bietigheim hafði yfirburði í leiknum frá upphafi og skoraði m.a. 11 af fyrstu 14 mörkum leikins. Með sigrinum lyfti liðið sér upp úr botnsæti deildarinnar. Liðið hefur fjögur stig eftir að hafa lokið fimm leikjum en sum lið deildarinnar hafa lokið allt að 11 leikjum.

Aron Rafn Eðvarðsson átti afar góðan leik í marki Bietigheim. Hann varði 11 skot og var með 38% markvörslu að baki hinni ógnarsterku vörn félaga sinni. Hannes Jón Jónsson var síðan á vaktinni á hliðarlínu liðsins eins og þjálfara ber að vera.

Kórónuveiran hefur leikið lið Bietigheim afar grátt á keppnistímabilinu. Þess vegna hefur liðið sárafáa leikið spilað fram til þessa. En þessa dagana er leikjadagskráin þétt.


Hamburg komst upp að hlið Gummersbach í efsta sæti deildarinnar með þriggja marka sigri á Emsdetten, 23:22. Eisenach vann Dessauer, 32:29, og kom þar með í veg fyrir að Dessauer blandaði sér í toppbaráttuna, að minnsta kosti að sinni.

Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar í Gummersbach sækja Elbflorenz heim á morgun til Dresden.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -