- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bikarmeistararnir fyrstir í undanúrslit

Leikmenn Vals taka á móti Víkingi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Bikarmeistarar Vals eru komnir í undanúrslit í Coca Cola-bikar karla í handknattleik. Þeir unnu Víkinga, 32:25, í Origohöllinni í kvöld eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Leikið verður til undanúrslita í Coca Cola-bikarnum fimmtudaginn 10. mars.


Víkingar létu Valsmenn svo sannarlega hafa fyrir sigrinum að þessu sinni en hann var ekki eins öruggur og lokatölurnar gefa til kynna. Víkingar voru lengi vel með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Valsmenn voru í mesta basli að brjóta neðsta lið Olísdeildarinnar á bak aftur.

Valur komst þremur mörkum yfir, 20:17, snemma í síðari hálfleik. Leikmenn Víkings voru ekki tilbúnir að gefa sinn hlut eftir átakalaust og tókst að minnka muninn í eitt mark, 20:19. Eftir það og þangað til á allra síðustu mínútum voru Víkingar rétt á eftir og vantaði herslumuninn upp á gera betur.

Á allra síðustu mínútum leystist leikurinn upp og því varð munurinn meiri þegar upp var staðið.


Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 7, Arnór Snær Óskarsson 6/3, Benedikt Gunnar Óskarsson 6/2, Agnar Smári Jónsson 4, Vignir Stefánsson 3, Einar Þorsteinn Ólafsson 2, Róbert Aron Hostert 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Magnús Óli Magnússon 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, 29,6% – Sakai Motoki 3, 33,3%.

Mörk Víkings: Arnar Steinn Arnarsson 6, Hjalti Már Hjaltason 5, Arnar Gauti Gréttisson 3, Gunnar Valdimar Johnsen 3/1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3/2, Styrmir Sigurðsson 2, Jóhannes Berg Andrason 1, Andri Dagur Ófeigsson 1, Pétur Júníusson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 13/1, 33,3% – Sverrir Andrésson 4/2, 40%.

Alla tölfræði leiksins er að finna hjá HBStatz.

Handbolti.is var í Origohöllinni og fylgdist með framvindu leiksins í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -