- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bikarmeistararnir og Haukar fóru áfram

Þórey Anna Ásgeirsdóttir í leik gegn KA/Þór í febrúar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar og Valur komust í kvöld í undanúrslit Poweradebikarsins í handknattleik kvenna með sannfærandi sigrum á andstæðingum sínum, Víkingi og Fram. Eins og e.t.v mátti búast við þá unnu Haukar liðsmenn Víkings, lokatölur 34:22. Víkingur, sem er í Grill 66-deildinni, minnkað muninn í þrjú mörk rétt fyrir miðjan síðari hálfleik, 24:21.

Í fyrsta sinn frá 2016

Fram, sem leikið hefur í úrslitum bikarkeppninnar á hverju ári frá 2017, heltist úr lestinni í átta liða úrslitum að þessu sinni. Síðari hálfleikurinn gegn Val í kvöld var slakur, ekki síst í sókninni. Fram skoraði aðeins fimm mörk, þar af tvö á síðustu tveimur mínútunum þegar staðan var gjörtöpuð. Ríkjandi bikarmeistarar Vals komast alltént skrefi nær að verja titilinn í mars.


Undanúrslit Poweradebikarsins fara fram miðvikudaginn 15. mars. Selfoss, Haukar og Valur bíða þess nú hvort það verður Stjarnan eða ÍBV sem bætist í hópinn. Úr því fæst vonandi skorið á föstudaginn þegar til stendur að ÍBV sæki Stjörnuna heim í TM-höllina.


Valur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14. Allt annar bragur var á Valsliðinu í kvöld en gegn Haukum í Olísdeildinni á síðasta föstudag. Fyrsti stundarfjórðungurinn var jafn en síðan skildu leiðir. Valur var með tveggja marka forskot, 16:14, í hálfleik eftir að Fram hafði skorað tvö síðustu mörkin fyrir hlé. Í upphafi síðari hálfleiks tókst Fram að minnka muninn í eitt mark áður en svartnætti í sóknarleiknum tók við.


Fram – Valur 19:25 (14:16).
Mörk Fram: Perla Ruth Albertsdóttir 10, Steinunn Björnsdóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Hafdís Renötudóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 12/2.

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 10, Mariam Eradze 6, Thea Imani Sturludóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 1, Lilja Ágústsdóttir 1, Sara Dögg Hjaltadóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 4/1.


Víkingur – Haukar 22:34 (12:18)
Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 7, Arna Þyrí Ólafsdóttir 4, Hafdís Shizuka Iura 3, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Rakel Sigmarsdóttir 1, Ester Inga Ögmundsdóttir 1, Auður Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 9, Emelía Dögg Sigmarsdóttir 2.

Mörk Hauka: Sara Odden 5, Ragnheiður Sveinsdóttir 4, Birta Lind Jóhannsdóttir 4, Ena Car 4, Natasja Hammer 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Gunnhildur Pétursdóttir 1, Ester Amíra Ægisdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 10, Heiðbjört Anna Guðmundsdóttir 4.

Handbolti.is fylgdist með leikjum kvöldsins á leikjavakt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -