Birkir Benediktsson hefur samið við japanska handknattleiksliðið Wakunaga Pharmaceutical og hafa félagaskipti hans frá Aftureldingu verið frágengin, eftir því sem fram kemur á vef Handknattleikssambands Íslands.
Sá þriðji í Japan
Birkir verður þriðji íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að leika með Wakunaga og í Japan. Hinir eru Dagur Sigurðsson sem var með liði félagsins frá 2000 til 2003 og Sigfús Páll Sigfússon. Sá síðarnefndi var með Wakunaga frá 2014 til 2016.
Wakunaga er með bækistöðvar í Hírsósíma. Eftir því sem næst verður komist er tíu liða atvinnumannadeild karla í Japan.
Birkir, sem er örvhent skytta, hefur leikið með Aftureldingu allan sinn feril frá yngri flokkum og upp í meistaraflokk og verið í stóru hlutverki.
Karlar – helstu félagaskipti 2024