- Auglýsing -
- Auglýsing -

Birkir leikur væntanlega í Frakklandi á nýju ári

Örvhenta stórskytta Aftureldingar, Birkir Benediktsson er á leið til Frakklands. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Birkir Benediktsson hefur samið við franska 2. deildarliðið Nice samkvæmt heimildum handbolta.is. Gengur hann til liðs við félagið í upphafi nýs árs eftir því sem næst verður komist og hefur þar með leikið sinn síðasta leik fyrir Aftureldingu, alltént að sinni.


Samningur á milli Birkis og Nice hefur verið í burðarliðnum um nokkurra vikna skeið samkvæmt heimildum en flestir endar hafa nú verið hnýttir.
Nice situr í sjötta sæti 2. deildar en með liðinu leikur annar Íslendingur, Grétar Ari Guðjónsson, markvörður.

Birkir verður þar með fimmti íslenski handknattleiksmaðurinn í Frakklandi á þessu keppnistímabili ef þetta gengur eftir. Fyrir eru Elvar Ásgeirsson, Kristján Örn Kristjánsson Donni, og Ólafur Andrés Guðmundsson hjá Montpellier.


Birkir, sem er 25 ára gamall, er örvhvent skytta og hefur leikið með Aftureldingu síðan í yngri flokkum. Hann sleit hásin í tvígang á síðasta keppnistímabili en mætti til leiks á ný í haust og hefur jafnt og þétt verið að sækja í sig veðrið á nýjan leik.

Gangi allt eftir verður fyrsti leikur Birkis með Nice á heimavelli gegn Pontault 4. febrúar. Hlé verið á deildarkeppninni í janúar. Fimm dögum síðar mætir Birkir gömlum samherja úr Aftureldingu, Elvari Ásgeirssyni, þegar Nice og Nancy mætast í frönsku bikarkeppninni.

Enn ein blóðtakan

Brotthvarf Birkis verður enn ein blóðtakan fyrir Aftureldingarliðið þegar keppni hefst á ný í Olísdeildinni. Haukamennirnir Guðmundur Bragi Ástþórsson og Kristófer Máni Jónasson hafa lokið lánasamningi sínum við liðið. Til viðbótar ríkir óvissa um hvenær Sveinn Andri Sveinsson verður klár í slaginn af krafti eftir meiðsli hafa hrjáð hann. Auk þess þá sagði Afturelding upp samningi við Hamza Kablouti á dögunum. Einnig hafa meiðsli hrjáð Einar Inga Hrafnsson og Þránd Gíslason Roth.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -