- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már fór á kostum í mikilvægum sigri

Bjarki Már Elísson, Lemgo. Mynd/GWD Minden
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Lemgo vann mikilvægan sigur á Wetzlar á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 28:27, en þetta var annar leikur Bjarka Más og samherja á þremur dögum.
Bjarki Már skoraði átta mörk og var með fullkomna nýtingu. Eitt marka sinna skoraði hann úr vítakasti. Um leið var Bjarki Már markahæsti leikmaður vallarins.

Lemgo byrjaði leikinn af krafti og virtist ætla að sigla yfir leikmenn Wetzlar. Þeim tókst að rétta sinn hlut áður en fyrri hálfleikur var úti en að honum loknum munaði einu marki, 15:14. Síðari hálfleikur var hnífjafn og spennandi þar sem liðin skiptust á um að vera með yfirhöndina. Christoph Theuerkauf tryggði Lemgo sigurinn með 28. markinu þegar nærri hálf önnur mínúta var til leiksloka. Þrátt fyrir ákafar tilraunir varð ekkert úr því að mörkin yrðu fleiri.


Annar leikur fór fram í deildinni í kvöld. Leipzig vann Hannover-Burgdorf, 29:26.


Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 19(11), Rhein-Neckar Löwen 19(12), Kiel 18(10), Füchse Berlin 17(11), Leipzig 17(13), Göppingen 15(12), Leipzig 17(13), Stuttgart 15(13), Lemgo 15(14), Magdeburg 14(11), Wetzlar 14(14), Hannover-Burgdorf 12(13), Bergisher HC 12(12), Erlangen 12 (13), MT Melsungen 11(9), Minden 7(10), Balingen 7(13), Nordhorn 6(13), Ludwigshafen 5(13), Essen 3(10), Coburg 2(12).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -