- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már er ungverskur meistari með Veszprém

Bjarki Már Elísson leikmaður Telekom Veszprém í Ungverjalandi. Mynd/Telekom Veszprém
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson varð í kvöld ungverskur meistari í handknattleik karla með liði sínu Telekom Veszprém. Veszrpém lagði höfuð andstæðing sinn, Pick Szeged, í oddaleik um titilinn í Szeged með fjögurra marka mun, 31:27, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir, 14:12, þegar fyrri hálfleikur var að baki.

Szeged var með yfirhöndina fram í miðjan síðari hálfleik en þá tóku Bjarki Már og félagar til sinna ráða og sneru leiknum sér í hag.

Landsmeistari eftir 11 ára bið

Bjarki Már skoraði sex mörk í leiknum í kvöld, þar af tvö úr vítaköstum. Hann gekk til liðs við Telekom Veszprém á síðasta sumri. Bjarki Már hefur ekki orðið landsmeistari í 11 ár eða frá því hann vann Íslandsmeistaratitilinn með HK vorið 2012.

Þetta er í 27. sinn sem Veszprém vinnur ungverska meistaratitilinn. Fjögur ár eru liðin síðan lið félagsins varð meistari síðast. Fyrr á keppnistímabilinu vann Veszprém bikarkeppnina í 30. sinn.

Szeged vann 2021 og 2022 en ekkert lið var krýnt meistari árið 2020 vegna kórónuveirunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -